03 september 2008

We're in the money

Ég er alveg dottinn í Civ. Þessar viðbætur bera nafn með rentu, þarna er heilmiklu bætt við.. Mér fannst einmitt alltaf dálítið skrýtið að maður skyldi ekki geta þjálfað og gert út njósnara fyrren komið væri inní 20. öldina, en þarna er komið helvíti skemmtilegt system og það byrjar með stafrófinu takk fyrir.

Mér finnst ég vera í endalausu veseni með peninga þessa dagana. Þá á ég ekki við að ég rambi á barmi gjaldþrots og sultar, heldur bara að það er einsog allar stofnanir sem ég skipti við vilji annaðhvort rukka mig um peninga eða gefa mér peninga. Skatturinn, bankinn, gagnaveitan, orkuveitan, pósturinn, verkalýðsfélagið.. Þetta gæti ært óstöðugri mann en mig.

En ég er klettur í hafinu. Ef hafið er skrifborðsstóllinn minn og hann er fyrir framan tölvuna og í tölvunni er Civ IV. Einsog ég hef áður snert á.

Hei og amasón pakki kom í dag. Gleði?

-b.

Engin ummæli: