19 september 2008

Eitthvað sem ég skrifaði og gleymdi að birta

Ég komst að því um daginn að ég get ekki bixað DVD-drifið í tölvunni minni svo ég geti horft á myndir frá öllum mögulegum svæðum. Matshita er víst hundleiðinlegt þegar kemur að svoleiðis. Þetta er eitthvað sem ég þarf að hafa í huga næst þegar ég kaupi mér tölvu.

Þetta er náttúrulega ekkert stórmál en ég á samt nokkra Reg2 diska sem mig langar að kíkja á, þætti sem mig langar til að liggja yfir einn en ekki sitja undir í sjónvarpi.

Og svo hætti spilarinn minn að svara mér um daginn. Við Ingibjörg vorum búin að velja okkur bíó fyrir kvöldið en svo kviknaði ekki á Elfunk. ,,Elfunk, hvað er að?" sagði ég. ,,Ertu búinn að missa taktinn?" ... Ekkert svar.

En hann var orðinn fimm ára gamall, eða rúmlega það. Ég hlýt að þakka honum fyrir góða þjónustu og sleppa honum lausum í Sorpu við látlausa athöfn.

-b.

Engin ummæli: