09 júní 2007

Ó sólina

Ég var á leiðinni niðrá bókasafn í gær og mætti hverri fáklæddri dömunni á eftir annarri, hjólandi, skokkandi, sitjandi, lesandi. Og ég hugsaði upphátt Öll þessi brjóst! Hvað á maður að gera við öll þessi brjóst?

Og svo hugsaði ég að ég myndi líklega ekki endast lengi, ef þess væri á annað borð ætlast til af mér að ég gerði nokkuð við öll þessi brjóst. Þau eru of mörg. En ég hugsaði það ekki upphátt.

Annars var gærdagurinn alger steik. Þrjátíu stig og heiðskírt. Ég lá í sólinni og svo sofnaði ég í skugganum. Og svo sofnaði ég í sófanum hans Ýmis. Ég er með ermar af lit niður frá miðjum upphandlegg, einsog vera ber.

Í dag þarf ég samt að þrífa. Tveir dagar í brottför.

-b.

Engin ummæli: