11 júní 2007

Plag-göt

Í metróstöðinni á Nörreport hangir flennistórt auglýsingaplaggat fyrir Sony myndavélar. Það er gaur sem stendur útá götu en hann er ekki með haus heldur ganga fullt af línum uppúr hálsmálinu, og hver lína endar í ljósmynd. Slagorðið er á ensku: ,,You are what you shoot."

Ég læt það eiga sig að spyrja hvernig textinn myndi líta út á dönsku, þarsem ég er ekki nógu fær í henni, en á íslensku? ,,Þú ert það sem þú.. skýtur"?

Sleppur kannske á prenti en ekki mikið meira en það.

Þetta er einsog með Pajero-jeppana sem heita Montero í Amríku því ,,pajero" er spænskt slangur fyrir ,,rúnkara". Eða þetta er svipað, að minnsta kosti.

-b.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehehe, þetta grásleppur á prenti. En í huganum heyrði ég bara einhverja af hinum flauelsmjúku auglýsingaröddum (Jóns Ársæls Þórðarssonar t.d.) segja: "Þú ert það sem þú skítur"

-Ingi