04 júní 2007

Rumsk

Ég svaf til klukkan tvö. Þessi helgi tók dálítið á.

Mig dreymdi kvikmyndina Death Proof en það var samt ekki hún. Það eina sem var eins var að Kurt Russel var vondi kallinn. Svo var eitthvað par að reyna að skrifa bók.. amma var þarna líka, ég man ekki hversvegna. Við vorum lokuð inná hóteli. Svo var lítil stelpa skírð á moldarvegi á milli Selfoss og Hveragerðis og alltíeinu birtust þrjár sígaunakonur útúr kjarrinu til að hirða hana, en við keyrðum burt á Land Rovernum. Í Hveragerði var Bjartmar að vinna fyrir Sony. Hann talaði um Jesús og magann á sér, sagðist byrja alla daga á því að setjast inní mötuneyti og hlæja. Mér fannst það frekar undarlegt, enda kom það á daginn að hann var Djöfullinn. Ég hélt honum aftur á meðan einhver slökkti á tölvunni, svo að bókin var seif.

Ókei.

Á fimmtudaginn kíktum við Ýmir, Óli og Narfi á Apparatet. Misstum af læf bandinu, aftur.

Á föstudaginn fórum við allir plús fleira fólk á Vega að sjá Gus Gus. Mér fannst þeir leiðinlegir en upphitunarbandið, FM Belfast, átti fína spretti. Það var rosa mikið af Íslendingum, sem var skrýtiðgaman. Á kebab-staðnum á leiðinni heim var líka allt pakkað af löndum mínum. Mikið var það góður kebab.

Á laugardaginn hitti ég ástralskan félaga Tommys, meðleigjandans míns. Hann heitir Rob. Hann sagði margar stuttar sögur í gegnum kvöldið og þær höfðu allar eitthvað að gera með að fólk barði á öðru fólki. Vinur hans var á gangi í hverfinu sínu og heyrði konu öskra á hjálp, hljóp inní hús og fann þar raðnauðgara og barði hann. Vinir hans voru í leigubíl og sofnuðu og bílstjórinn fór að káfa á kærustu gaursins svo hann barði bílstjórann og reif rafgeyminn úr taxanum. Og svo framvegis.

Við fórum á nokkra bari, spiluðum teningaleikinn sem Danir eru svo hrifnir af og göptum á meðan allur helvítis barinn söng með einhverju dönsku poppi. Eða kannske var það fótboltalag? Hvað veit maður.

Gærdagurinn fór allur í þynnku og Baldur's Gate II. Ég á enn eftir að fara niðrá ríkissskrifstofu og láta vita að ég sé að flytja af landi, en það verður að bíða framá morgun.-b.

Engin ummæli: