06 janúar 2009

Myndir af hulstri fortíðar, úú

Fyrir þá sem fíla The Wire þá er hérna slatti af myndum af settinu þarsem þættirnir voru teknir.

Það eru einhverjir spoilerar samt, fyrir þá sem hafa ekki séð þættina. Ég ímynda mér samt að þeir sem eiga þá eftir hafi lítinn sem engan áhuga á svonalöguðu hvorteðer..

Tölvan mín er komin aftur úr viðgerð, rosa gaman. Kostaði sama sem ekki neitt. Það eina er að bil-takkinn er ekki eins góður á þessu og á gamla lyklaborðinu, það virðist bara vera einn nemi undir honum í stað tveggja. Afhverju gerið þið svonalagað IBM?

Engin rækt í kvöld því Davíð er á Selfossi en við fórum í gær. Óskup var það notalegt. Mér leið einsog ég væri blómi í eggi og að eggið væri að láta mig lyfta fullt fullt af kílum.

-b.

2 ummæli:

Sævar sagði...

næs, flottar myndir

Björninn sagði...

Geggjað fínar maður.