09 desember 2008

Ég veit enn ekki hvað hún á að heita

en þetta fer náttúrulega í þarnæstu ljóðabók, sem mun innihalda þýðingar héðan og hvaðan.

Ég heyrði semsé þetta lag um daginn og á leiðinni heim datt mér í hug að snara því yfir á Íslensku.

____

Til vinstri
til vinstri
allt sem þú átt er í kassanum þér á vinstri hönd

en ekki fara í skápinn,
þar er mitt drasl
ég keypti það sjálfur, vertu svo væn að láta það í friði.

Stendurðu í hlaðinu
og segir að ég sé flón?
Að ég finni aldrei aðra einsog þig
en þar hefurðu ruglast í ríminu.

Þú þekkir mig bersýnilega ekki nógu vel
það er auðséð að þú þekkir mig ekki nógu vel
ég gæti náð í aðra eins og þig á augabragði
já veistu hvað, hún kemur hér að vörmu spori.

Það er að segja þínu spori.

Þú þekkir mig greinilega ekki nógu vel
nei það er nokkuð ljóst að þú þekkir mig ekki eins vel og þú heldur
ég gæti fengið aðra eins og þig strax í fyrramálið
þannig að þú skalt aldrei halda að þér verði ekki
skipt út.

Til vinstri
til vinstri
allt sem þú átt er í kassanum þér á vinstri hönd
og þú skalt aldrei halda að þér verði ekki
skipt út.

Lag og texti: Bandarískt þjóðlag
Íslensk þýðing: Ég sjálfur.

_____

Hérna má sjá innfædda dömu syngja lagið við góðar undirtektir.



-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er auðvitað titillinn á ljóðabókinni ,,þarnæsta ljóðabókin"

Skuggi

Björninn sagði...

Já.. ég tek það til greina, ég er samt ekki alveg seldur.

Nafnlaus sagði...

Titillinn er auðvitað bara allur þessi þráður sem hefur birst hér á kommentaranum þínum, með þessu meðtöldu.

Skuggi

Björninn sagði...

Það er heldur langt.

Gæti líka skírt hana Hæ Víðir.