07 ágúst 2008

Á meðan ég man: titill

Næsta ljóðabók mín mun heita Vinir mínir eru hálfvitar.

Titillinn kom uppúr samræðum á pallinum niðrí bústað á sunnudeginum. Og mér finnst hann bestur.

Hendum hérna inn einu geðveiku ljóði.

...

Alvarleg mál í myndlíkingum líðandi stundar

Hei ríkisskattstjóri!
Ekki teisa mig bróðir, með rukkunum
og draga af laununum mínum einsog löggan dregur Saving Iceland niður af Heiðinni
því þá verð ég einsog skotinn ísbjörn í veskinu
og sífellt líkari Kára Stefáns eða Hannesi Hólmsteini eða öryrkjunum (því þeir eru alltaf í fréttunum).

...

Milljónir!

-b.

Engin ummæli: