Hann Óskar bróðir minn dó á aðfararnótt mánudags 24. febrúar síðastliðinn. Hann hafði legið á gjörgæslu Landspítalans frá því uppúr hádegi laugardagsins 15. febrúar. Jarðarförin verður frá Selfosskirkju á morgun, þann 12. mars. Hann verður svo jarðsettur þar.
Óskar hefði orðið 41 árs þann þrettánda mars.
Hann var næstelstur í hópi átta bræðra — sex sammæðra og fjögurra
samfeðra. Þegar ég orða það þannig þá hljómar dæmið ekki eins og það
gangi upp, en fjölskyldumynstur er ekki eitthvað sem við troðum okkur
ofaní heldur öfugt.
Fjölskyldan bjó víða fyrstu árin, og eftir að foreldrarnir skildu bættust fleiri staðir við. Eins og ég man söguna þá átti Óskar í barnæsku lengsta viðkomustaðinn hjá pabba sínum og fjölskyldu á Baldursgötu í Reykjavík, og hjá mömmu sinni og fjölskyldu okkar á Heiðarvegi á Selfossi. Við þrír elstu bræðurnir fórum á milli bæja um helgar til að vera hver með öðrum og hinum foreldrunum og yngri bræðrum.
Í mínum augum var Óskar óhræddur og beint áfram. Hann átti auðvelt með að eignast vini og ná fólki á sitt band, hann var óhræddur að reyna nýja hluti, læra eitthvað nýtt. Hann hafði góða nærveru, þýða rödd og var léttur í fasi. Óskar hafði næmt auga og gott eyra fyrir orðanna hljóðan, hann hafði gaman af að teikna og búa til tónlist. Á síðustu árum fann hann sig helst í rapptónlistinni og gaf út lög og plötur með Sigga bróður okkar, í hljómsveitinni Blóðbönd. Fyrir utan allt annað þá þykir mér vænt um að geta spilað lögin þeirra og heyrt röddina hans þar.
Óskar var einu og hálfu ári yngri en ég, sem eru stundum engin ósköp og öðrum stundum himinn og haf. En þegar við vorum að skríða á unglingsaldur þá var það hann sem vissi hvað var töff, hvert maður átti að fara og hvar að vera. Hvort sem það var tíska, matur, tónlist, bíómyndir, tölvuleikir eða spil, þá var það ég sem elti Óskar frekar en öfugt. Og ef við vorum á ókunnum slóðum þá kom það iðulega í hans hlut að tala fyrir okkur báða.
Ég á örfáar minningar af okkur Óskari eftir að við uxum úr grasi. Við fórum hvor í sína áttina. Við heyrðumst í síma og í skilaboðum en sáumst sjaldnar. Ég þakka fyrir það að hafa fengið að alast upp með honum, ég var ríkari af því að eiga hann að bróður og ég vissi alltaf, eða gaf mér alltaf, að hann væri þarna jafnvel þó hann stæði ekki við hliðina á mér. Og núna er farinn.
Fjölskyldan bjó víða fyrstu árin, og eftir að foreldrarnir skildu bættust fleiri staðir við. Eins og ég man söguna þá átti Óskar í barnæsku lengsta viðkomustaðinn hjá pabba sínum og fjölskyldu á Baldursgötu í Reykjavík, og hjá mömmu sinni og fjölskyldu okkar á Heiðarvegi á Selfossi. Við þrír elstu bræðurnir fórum á milli bæja um helgar til að vera hver með öðrum og hinum foreldrunum og yngri bræðrum.
Í mínum augum var Óskar óhræddur og beint áfram. Hann átti auðvelt með að eignast vini og ná fólki á sitt band, hann var óhræddur að reyna nýja hluti, læra eitthvað nýtt. Hann hafði góða nærveru, þýða rödd og var léttur í fasi. Óskar hafði næmt auga og gott eyra fyrir orðanna hljóðan, hann hafði gaman af að teikna og búa til tónlist. Á síðustu árum fann hann sig helst í rapptónlistinni og gaf út lög og plötur með Sigga bróður okkar, í hljómsveitinni Blóðbönd. Fyrir utan allt annað þá þykir mér vænt um að geta spilað lögin þeirra og heyrt röddina hans þar.
Óskar var einu og hálfu ári yngri en ég, sem eru stundum engin ósköp og öðrum stundum himinn og haf. En þegar við vorum að skríða á unglingsaldur þá var það hann sem vissi hvað var töff, hvert maður átti að fara og hvar að vera. Hvort sem það var tíska, matur, tónlist, bíómyndir, tölvuleikir eða spil, þá var það ég sem elti Óskar frekar en öfugt. Og ef við vorum á ókunnum slóðum þá kom það iðulega í hans hlut að tala fyrir okkur báða.
Ég á örfáar minningar af okkur Óskari eftir að við uxum úr grasi. Við fórum hvor í sína áttina. Við heyrðumst í síma og í skilaboðum en sáumst sjaldnar. Ég þakka fyrir það að hafa fengið að alast upp með honum, ég var ríkari af því að eiga hann að bróður og ég vissi alltaf, eða gaf mér alltaf, að hann væri þarna jafnvel þó hann stæði ekki við hliðina á mér. Og núna er farinn.
Fjölskyldan fer í sundur að ég held í lok árs 1987 eða í byrjun 1988, ég þá fimm ára og Óskar rúmlega þriggja eða að verða fjögurra ára. Siggi yngri bróðir okkar ekki orðinn eins árs. Miðað við það hvernig maður sér veröldina í dag þá virkar hugmyndin fáránleg, að skipta börnunum á milli sín. Eins og þau séu plötusafn. En fólk er nú yfirleitt bara að reyna sitt besta. Á hinn bóginn þá er annar aðilinn stundum sú týpa sem brennir plöturnar sem hinn hafði safnað, í einhverskonar gremjukasti yfir því að vera hafnað. Og þá hugsar maður illa til þess að senda barnið sitt til að búa með þeim. Bara svo ég grípi ímyndað dæmi algerlega úr lausu lofti.
Af því leiðir að minningin um bróður minn er nánast frá upphafi minning um einhvern sem er ekki hjá mér lengur. Kannske hitti ég hann næstu helgi. Kannske fæ ég ekki að fara. Kannske er hann í útlöndum eða veikur eða kannske er ekki fært. Og ef ég kemst yfir til hans þá er aldrei að vita hvernig ástandið verður heima hjá honum, heima hjá honum þar sem ég er velkominn en á svo sannarlega ekki heima. Og stundum finn ég að hann er einmana og vill ekki skilja við okkur, og samviskubitið yfir því að skilja hann eftir er ennþá að naga mig, það eru komin bráðum þrjátíu ár síðan.
Það vaxa á manni aumir punktar sem hefðu annars ekki. Ég man ekki hvaða bíómynd við horfðum á á meðan hann lá á spítalanum, þar sem einhver lendir í slysi og er haldið í öndunarvél. Við horfum á The Americans þar sem bróðir rússneska slánans er drepinn í Afganistan. Ég hlusta á síðustu plötuna sem bandið hans gaf út og Óskar rappar um það að selja einhverjum dóp sem drepur viðkomandi. Krossgátan í dag spyr um skírnarnafn Schindlers, sem tók saman listann.
Ég
sagði syni mínum að ég væri að skrifa minningu um hann Óskar
frænda sem dó. Hann sagði mér að ég gæti endað á þessum orðum, og ég
bara geri það:
Megi hann fara upp til Guðs og njóta lífsins eftir dauðann á himninum. Amen.