
Sniðug rammauppsetning. Ég man ekki eftir að hafa séð þetta áður. Fyndnar strípur líka.. nördahúmor en samt ekki svo hardkor að maður sé útá þekju. Hver kveikir ekki á þessu tildæmis:

Ýmir minnti mig á það í fjórða skiptið núna áðan að við erum að fara á tónleika á sunnudaginn. Arcade Fire í KB Hallen. Ég hef ekki ennþá hlustað á plötu númer tvö. Funeral er æði, sem þýðir að næsta plata kemur varla til með að standast samanburðinn. Sjá einnig: Bloc Party, Franz Ferdinand, The Strokes, The Killers, Metric og Interpol. Hlakka samt til að sjá þá læf.
-b.
1 ummæli:
Neon Bible er helvíti fín. Ég var alls ekki viss með hana fyrst, en hún vinnur á við ítrekaðar hlustanir.
Skrifa ummæli