14 mars 2007

Ratatat eru líka smúð

Ég var að sækja um vinnu. Held ég.

Muniði þegar maður gat fengið ís í svona pappír.. hann var bara innpakkaður, einsog smjörlíki, maður gat vafið utanaf honum og skorið í sneiðar. Það var æði. Ég man það voru jarðaber í jarðaberjaísnum. Og svo fékk ég mér kókómalt og ristabrauð með osti. Skólataskan mín angaði af gúrkusamlokum.

Ég á eiginlega ekkert að lesa hérna lengur, nema bókarómynd að nafni The Good Life. Hún er eftir Jay McInerney og fjallar á einhvern hátt um ellefta september tvöþúsundogeitt. Ég dauðsé eftir því að hafa keypt hana, en ég er bara ekki vanur því að bækur séu svona leiðinlegar. Maður er svo góðu vanur. Mér leiddist í gegnum fyrstu þrjár síðurnar og eftir tíu fleygði ég henni frá mér. Bókstaflega! Ég sat í þvottahúsinu og henti henni í gólfið. ,,Farðu þarna helvítis" sagði ég.

Það er eitthvað annað en Flaubert's Parrot og Nafn rósarinnar, sem eru báðar æði. En þær eru búnar núna.

Skattframtalið mitt er næstum því klárt. Ég hef óskað eftir samantekt á greiddri húsaleigu frá stúdentagörðunum.. pappírsmöppurnar mínar eru uppá háalofti lengst í burtu sjáiði til. Þegar það er komið þá er ég nokkuð góður. Ég held ég hafi aldrei verið með svona háar tekjur á einu ári áður. Ég tók sannarlega ekki eftir því.. mér fannst ég aldrei eiga pening.

Ég fór í hambó til Ýmis og Kristínar í gær. Prófaði að setja sýrðan rjóma og tómatsósu á borgarann minn, þarsem það var ekki til kokteill. Nokkuð ljúft skal ég segja ykkur! Smúð.

Og ég braut lyklakippuna mína. Það þurfti reyndar lítið til þarsem hún hafði verið að eyðast upp í kringum hringinn smátt og smátt. Mér þótti það mjög leitt.. Ég veit ekki hvað ég hef átt hana lengi, en hún var gjöf frá Grænlandi. Svona lítið skurðgoð úr beini. Átti að vernda húsið mitt. Vonandi finn ég eitthvað annað brátt svo lælígheðan mín fuðri ekki upp.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hei, hvaða vinnu?

-Ýmir

Björninn sagði...

Sem prófarkalesari á Fréttablaðinu. Eða ég er ekki búinn að senda inn formlega umsókn (held ég), sendi bara bréf til gaurs þarna á staðnum eftir að Völli benti mér á hann. Hef ekkert heyrt ennþá.