11 mars 2007

Ekkert meira 24

Ég var að klára tólfta þátt í sjöttu þáttaröð af Tuttugu og fjórum. Það gerir fimm og hálfa þáttaröð á sirka sex vikum. (Geri aðrir betur?)

Það er í fimmta þætti þessarar þáttaraðar þarsem Jack býst til að pynta bróður sinn. ,,Segðu mér það sem ég vil vita eða ég meiði þig," segir hann. Bróðirinn svarar ,,þú ert eiginlega að meiða mig núna." Eftir því sem ég hef tekið eftir þá er þetta eini vísirinn að brandara sem hefur komið fram í þessum þáttum. Maður getur jú hlegið að endalausu tekknóbabblinu í þeim (server ráter söbnet rílei bandviþ) og því hvernig í ósköpunum Jack getur klárað sig í sturtu, rakstri og klippingu á rúmum níu mínútum.. en það er ekkert til sem heitir ekta brandari.

Þetta er pottþétt meðvituð ákvörðun. Húmor slær á spennu, og það síðasta sem þeir vilja gera er að slá á spennuna - þeir hafa nóg fyrir því að halda henni gangandi þessa fimm mánuði sem það tekur að klára sólarhringinn. En hlýtur maður samt ekki að þurfa að hlæja að einhverju?

Enda fannst mér bróðirinn skemmtilegur karakter, þósvo hann væri endalaust, endalaust illur. Ég er ekki frá því að kommentið ,,family.. pfft!" hafi verið brandari númer tvö hjá honum. Nokkuð gott.

Partíið niðrá sjöttu hæð er ennþá í gangi. Ég heyri bassadrunurnar hingað. Tími til að halla sér held ég.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bíddu eftir fimmtándu þáttaröð, þegar nauðganir í þágu frelsis hefjast! "Segðu mér hvar lykillinn að frelsi á jörðu er eða ég nauðga öllu hér!"

eða: Jack Bauer nauðgar sjálfum sér! Heil þáttaröð gerist innra með honum, ný kvikmyndatækni notuð!
hallur

Björninn sagði...

,,Rapes occur in real time."