Það er aragrúi af myndböndum á YouTube úr fyrirlestraröðum sem Kevin Smith hefur haldið. Megnið er svona frekar ómerkilegt, í mesta lagi ókei, en þessi klippa hérna fannst mér helvíti góð.
Bara langur brandari þarsem þessi ruglaði pródúsent er gikkurinn. Sagan af því Smith var fenginn til að skrifa handritið að Superman Lives, sem ekkert varð úr.. sem betur fer, því handritið er hræðilegt.
Og svo er hér sæmileg heimildamynd um myndasöguhetjur í gegnum tíðina, frá þriðja áratugnum til 2003.
Hún er í 14 hlutum, 0 - 13. Fátt sem kemur á óvart, en einstaka góðir punktar og þróunin í geiranum sett fram á einfaldan hátt.
Þeir byrja að vinna á planinu hérna við hliðina klukkan fimm á morgnana.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli