Ef það væri fimmtudagur eða sunnudagur væri ég rólegur. En á
Las í lest áðan. Stundum er líka ágætt þegar það er korter í næstu lest, og maður getur setið í skýlinu og lesið. Fór niðrá Sólbakka og sótti töskuna mína, sem ég gleymdi eftir pókerkvöld þarna fyrir tæpum mánuði síðan. Á jarðhæðinni, við hliðina á þvottahúsunum, var barnaafmæli í gangi. Stafli af puttapítsum, kökur og kóla. Mömmur með barnavagna að tala íslensku við krakkana sína, og dönsku við nágranna.
Þegar ég kom heim var búið að loka Bilku. Nó milk túdei. Hélt ég að það væri opið þarna í allt kvöld eða.
Nú er ég byrjaður á 6. seríu af 24 og get getið mér til um framhaldið. Í 20. þætti, eftir nokkrar vikur, komumst við að því að konan hans Jacks er enn á lífi og að hún var allan tímann múslimskur njósnari úr öfgahóp sem ber ábyrgð á öllu því illa sem hefur komið fyrir Jack nokkurntíman, allstaðar alltaf. Og dóttir hans líka, hún var inní þessu með henni. Þær stinga hann í bakið, bókstaflega. Jack deyr (í þriðja eða fjórða skiptið frá því að þátturinn byrjaði) og vaknar í himnaríki.
Hann sér gamla manninn við Gullna Hliðið og segir honum að opna fyrir sér NÚNA! því ef hann nær ekki sambandi við æðri máttarvöld NÚNA! þá komi svona og svona mörg hundruð þúsund bandaríkjamanna til með að deyja NÚNA!. Sankti-Pétur flettir í bókinni sinni og finnur engan Bauer. Jack segir honum að ,,víkka leitarsviðið" og ,,keyra nafnaskránna samhliða DDAR-, PSTOS- og NAR gagnabönkunum," fletta upp hinum og þessum bílnúmerum og rekja símtöl sem eiga sér kannske stað í næstu viku NÚNA!. Pési skilur ekki hvað Jack á við, þannig að Jack pyntar hann bara með stingsög og hálsbindi þartil gamli gefur upp kóðann að hliðinu.
Guð Jesú Almáttugur (GJA) er ekki á því að hleypa Jack niður aftur, sérstaklega þarsem mæðgurnar eru enn að stinga hann í bakið þarsem hann liggur í storknandi blóði sínu (á milli þess sem þær lesa í Kóraninum og biðja í átt til Mekka og snúa hvolpa úr hálsliðnum), svo mjög að sullandi líkið er svo gott sem dottið í sundur. Jack segir GJA að treysta sér og ,,gerðu það," og GJA fellst á rök hans. Það tekur meðalmann sirka 20 sekúndur að lesa þessa efnisgrein, en á skjánum gerist samtalið á 9 sekúndum.
Niðri á jörðinni útskýra mæðgurnar að þær hafi í raun og veru aldrei verið svikarar, en þurftu að sýnast vera það til að lokka út alvöru svikarana: Mömmu Jacks og systur hans og Amnesty International einsog það leggur sig. Jack pyntar þau öll þartil þau játa á sig illverkin, pyntar konuna sína svo hún fallist á að hjálpa honum á lappir, pyntar dóttur sína svo hún reimi skóna á hann, setur svo upp RayBan sólgleraugun sín (sem hann var með í brjóstvasanum allan tímann) og gengur útí sólsetrið.
(Í næsta þætti þar á eftir áttar hann sig á því að sólin er ógnarafl sem kemur úr austri og svíður bandaríska grund. Hann pyntar hana annaðhvort eða hótar að drepa tunglið þartil Sunna fellst á að hypja sig aftur til síns heima.)
Sko hvað mér leiðist mikið.
-b.
4 ummæli:
Mér finnst að það eigi að ráða þig sem handritshöfund fyrir þættina, NÚNA!
Þetta sýnir svo ekki verður umvillst að þú hefur einstakann skilning á forminu: "Það tekur meðalmann sirka 20 sekúndur að lesa þessa efnisgrein, en á skjánum gerist samtalið á 9 sekúndum."
-Ingi
E.S.
Leiðist lika en ekki alveg svona mikið.
Já, ég ætti kannske bara að leggja þetta fyrir þá. Mig vantar ennþá vinnu í sumar..
Nú er ég sko montinn. Hef aldrei séð einn einasta þátt af þessu fasistabulli og þarf því ekki að hugsa í dag: Fílaði þetta-hata þetta í dag- hvað var ég að spá?. Svona er ég nú heppinn að mamma og pabbi hafa aldrei verið með stöð tvö. Því stöð tvö er ábyrg fyrir ógöngum vesturlanda austan atlantshafs.
hallur
Jebb. Stöð tvö og AIDS.. þetta er það sem heldur fólkinu niðri.
Skrifa ummæli