Ég heyrði í Óskari bróður í dag. Hann var helvíti kátur, 23. ára í fyrsta sinn í dag. Hann er farinn að vinna á nýju Essó stöðinni, sem var verið að reisa við BSÍ.. þetta þýðir að við þrír elstu höfum allir verið í Essódjobbi með tiltölulega stuttu millibili.
Síðan beit ég í tómat þarsem ég sat við tölvuna og það sprautaðist safi úr honum yfir lyklaborðið mitt.
Kalt, það.
Life on Mars eru skemmtilegir. Ég er rúmlega hálfnaður með I, Claudius, en þetta eru um 11 klukkustundir í heildina. Svo var ég að sækja The Host (eða Gwoemul), eftir að hafa séð mælt með henni á netinu.
Ég var ennþá vakandi klukkan sex í morgun. Ákvað að lesa aðeins í bók áður en ég færi að sofa. Síðustu hundrað blaðsíðurnar í Nafni rósarinnar eru helvíti spennandi, og ég festist. Ákvað að ég skyldi bara vaka til að mæta í tíma og fara svo snemma að sofa. Kláraði bókina og vissi þá ekki hvern djöfulinn ég ætti af mér að gera. Sofnaði eitthvað rétt eftir átta.
Svefnvenjur mínar '06-'07 eftir Björn Unnar Valsson verður gerð fáanleg á bensínstöðvum um land allt í byrjun sumars. Munið skafkortið.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli