I think one of the biggest mistakes we're making, second only to being people, has to do with what time really is. We have all these instruments for slicing it up like a salami, clocks and calendars, and we name the slices as though we own them, and they can never change -- "11:00 AM, November 11, 1918," for example -- when in fact they are as likely to break into pieces or go scampering off as dollops of mercury. Might not it be possible, then, that the Second World War was a cause of the first one? Otherwise, the first remains inexplicable nonsense of the most gruesome kind. Or try this: Is it possible that seemingly incredible geniuses like Bach and Shakespeare and Einstein were not in fact superhuman, but simply plagiarists, copying great stuff from the future?
Þessi bók virkar frekar undarlega á mig. Annarsvegar finnst mér gaman að lesa þennan kunnuglega prósa, skoðanir hans og pælingar um stjórnmál og ástand Jarðarinnar eru lausar við málalengingar og kjaftæði, og ég er sammála mörgu því sem hann segir. Þetta er geininilega gaurinn sem skrifaði Mother Night og Slaughterhouse-Five. Á hinn bóginn er það greinilegt að hann skrifaði þessar bækur fyrir fjörutíu árum síðan. Margt af því sem kemur fram í þessari bók hefur hann skrifað betur áður, og það er erfitt að horfa uppá hann flétta saman við það nýjum viðbótum sem hefðu betur farið í ruslið.
Þessi tilvitnun er ágætis dæmi um það. Að líkja tímanum saman við spægipylsu og kvikasilfur er púra Vonnegut, og gaman að því jafnvel þótt hann hafi sett fram svipaða sýn áður, í lengra máli, í Sláturhúsinu. Annað stríð olli fyrra stríði? ..ókei, en var það seinna ekki alveg jafn óútskýranleg vitleysa, sérstaklega ef við getum ekki bent á fyrra stríð sem orsök? Og poppkúltúr og vísindi sem koma frá framtíðinni er margþvæld tugga sem bætir nákvæmlega engu við það sem á undan fer.
Vonnegut hefur áður sagt að hann hafi reynt að ná til fólks áður en það varð að hershöfðingjum, þingmönnum og stjórnarformönnum, og þannig gert sitt besta til að hafa áhrif á framgang mannkyns. Það er þá kannske ekki skrýtið að hann hafi reynt að blanda sér í umræðuna árið 2004, stuttu eftir að Bandaríkjamenn réðust inní Írak, með því að tína saman slatta af drasli sem hann hafði sent frá sér áður. Ef það hreyfði við einhverjum sem hafði ekki lesið karlinn áður þá er það náttúrulega besta mál. Ef það fékk fólk til að lesa eldri skrif þá er það ennþá betra. En það er ósköp lítið í henni fyrir eldri lesendur, annað en til að sýna manni að karlinn sagði það sem hann hafði að segja fyrir margt löngu síðan, og að gamla dótið verði bara að duga.
Sem er í sjálfu sér ekki svo slæmt.
...
The Tudors sýnist mér eiga að vera blanda af Rome og The Sopranos. Annarsvegar er þetta búningadrama um ráðastéttir fyrri alda annarstaðar en í Bandaríkjunum (HBO er hinsvegar að vinna að þáttum um ráðastéttir fyrri alda innan BNA, nánar tiltekið um John Adams, forseta númer tvö á staðnum), og hinsvegar er einn stafur í nafni þáttarins búinn til úr vopni. Þarna er það T úr sverði, en ekki r úr skammbyssu. Glápti á fyrsta þáttinn í gær og þetta virkar ókei, en vonandi á þetta eftir að batna.
Úr nógu er að taka, þarsem aðalpersónan er Hinrik áttundi, konungur Englands, Írlands o.s.frv. frá 1509-47. Óbein tenging við fyrra gláp: sagnfræðinemarnir í The History Boys voru skikkaðir til að skrifa inntökuprófs-ritgerðir um það þegar Hinrik áttundi skar á tengslin milli ensku kirkjunnar og páfans í Róm, og leysti upp eignir rómversk-kaþólsku klaustrana á staðnum. En ég efast reyndar um að það sé nógu sexí fyrir Showtime, auk þess sem Hinrik er þá orðinn gamall maður, en hérna er hann ungur foli. Margt svipað og Augustus Sesar og hans fylgdarlið undir lokin á Rome..
24-paródían hjá South Park þessa vikuna hitti beint í mark. Lost var líka fínn.
...
Rakst á blókið hans Eddie Campbells í tenglunum hans Marvins í gær. Karlinn er nokkuð ötull. Eins og ég hef gaman af öllu því sem Campbell hefur gert, þá hlýtur From Hell samt sem áður að vera uppáhaldið, og þessvegna er sérstaklega gaman að sjá hann bera saman síður úr bókinni og handritið hans Moores:
PANEL 2.
NOW WE RETURN TO A VERY TOIGHT CLOSE-UP OF POLLY'S FACE AS IT FILLS THE ENTIRE PANEL. HER EYES HAVE OPENED WIDE IN SUDDEN SURPRISE, FILLED WITH A LOOK OF PUZZLED DISMAY, THE PUPILS CONTRACTED TO PIN-PRICKS. POLLY'S MOUTH IS A TINY "O" OF SURPRISE AS SHE STARES OUT OF THE PANEL AT US. WE CAN'T SEE GULL'S FINGERS AS THEY DIG IN LIKE IRON BARS UPON POLLY'S ARTERIES, BUT WE CAN SEE HIS THUMBS, WHICH ARE HERE PRESSING IN HARD UPON POLLY'S CHEEKS, SQUASHING THE FLESH UP IN SMALL FOLDS WITH THE PRESSURE. HER SMALL FACE IS HELD BRUTALLY IMMOBILE BETWEEN THE THUMBS WHILE THE FINGERS, FURTHER DOWN AND OFF PANEL HERE, CLOSE OFF THE BLOOD SUPPLY TO THE BRAIN. AS THE FACT OF DEATH OPENS IN HER MIND LIKE A WHITE FLOWER, POLLY CAN ONLY SUMMON AN EXPRESSION OF DISAPPOINTED INCOMPREHENSION WITH WHICH TO GREET ETERNITY.
No dialogue
Það er oft sagt að það skrifi enginn handrit einsog Alan Moore, en maður verður bara að lesa þau til að sjá hvað fólk er að tala um.
Mér finnst þetta æði. Ég gæti tekið til dæmi um allan fjandann úr öllum þessum færslum hans, en ég læt þessa duga til viðbótar. Það er þessi hér. Á einhverjum tímapunkti hafði Moore lagt fyrir að Gull og Netley færu leiðar sinnar um Tower Bridge, hvar sem hún nú er. Campbell, sem hafði sjálfur lagst í umtalsverða rannsóknarvinnu sín megin á hnettinum, sendi Moore þessa mynd um hæl:
Gott og vel. Nokkrum köflum síðar skal greyið hann Druitt labba heim til sín úr partíi, og þarf að fara yfir ána:
PANEL 7.
NOW, IN THIS FINAL WIDE PANEL, WE HAVE A SHOT OF DRUITT WALKING HOME, SOUTH ACROSS ONE OF THE BRIDGES. I’M NOT GOING TO SPECIFY WHICH ONE INCASE YOU GET ALL SMART ON ME AGAIN AND DIG UP REFERENCE TO PROVE THAT IT WAS BEING PAINTED AND VARNISHED THAT PARTICULAR NIGHT OR SOMETHING. IT CAN BE ANY BLOODY BRIDGE YOU WANT. WE ARE DOWN AROUND THE LEVEL OF WATER, LOOKING UP TOWARDS THE BRIDGE AS DRUITT’S LONELY FIGURE WALKS ACROSS IT, ALL ALONE. HE GAZES DOWN MOURNFULLY INTO THE WATER, LITTLE DREAMING HE’LL BE BENEATH IT BEFORE THE YEAR IS OUT.
No Dialogue
Þetter náttúrulega frábært stöff. Og svo situr það bara og safnar ryki einhverstaðar í Ástralíu. Campbell fær helling af prikum fyrir að setja allavega búta úr því á netið.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli