15 mars 2007

,,The End is Nigh"

Azureus stirðnaði upp, hóstaði blóði og lagðist í rúmið til að deyja. Ég veit ekki hvað fór svona í hann. En ég prófaði uTorrent aftur og hann virkar í bili. Civ IV hrundi líka í gær þegar múltípleier-leikurinn var að komast á skrið.. Ég ætla að vona að þetta sé ekki að ganga.



Nú hafa allir heyrt um þessa mynd, Rorschach er falinn í 300-treiler á youtube. Hér er hún. Alls ekki slæmt.

Hér er viðtal við Snyder, þarsem hann staðfestir m.a. að Watchmen sé næst á dagskrá. Hann vill meina að 'stranglega bannaðar' myndasögu-kvikmyndir séu eitthvað sem hann fann upp, en það er nú varla.. V for Vendetta, The Punisher, Ghost World, Road to Perdition, Constantine, Blade.. Og svo mætti lengi telja. Sjá hér lista yfir myndasögu-kvikmyndaaðlaganir. Hinsvegar stefnir í að 300 komi til með að skila miklu meiri pening í kassann en þessar myndir (hún er þegar búin að toppa Sin City og átti tvöfalt stærri opnunarhelgi), og það er kannske ágætt að Fólkið Sem Á Peningana sjái að það er hægt að græða á myndasögunum án þess að gelda þær.

..Þá er ég ekki að segja að The Punisher hafi verið neitt gull bara vegna þess að hún var bönnuð innan sextán, eða að ég hefði frekar nennt að sitja yfir Daredevil hefði hún verið það. En ef að fólk með metnað fær aðeins frjásari hendur þá sakar það varla.

Svo er hreint ekkert víst að það sé nokkuð vit í 300. Og ég verð hreint út sagt gáttaður ef Watchmen-kvikmynd verður eitthvað annað en tóm þvæla. En ég er til í að láta koma mér á óvart.

Hérna er reyndar annað viðtal þarsem hann segir að sögusviðið verði hvorki fært til 2007 né framkallað á bláskjá (eða grænskjá?). Prik fyrir það.

-b.

Engin ummæli: