31 janúar 2008

Blót-Björn

(Ég virðist nota nafnið mitt meira í þessum skrifum en áður. Eða hvað, er það vitleysa í mér? Kannske er það vegna þess að í vinnunni er ég jafnan kallaður Björn eða jafnvel Björn Unnar, heilu romsunni sem móðir mín ætlaði mér fyrir öllum þessum árum síðan. Það er ekki sama hvað maður er kallaður, það hefur einhver áhrif á það hvernig maður hegðar sér. Jón eða Séra Jón.)

(En nú er ég einmitt að fara í þorrablót í vinnunni á föstudaginn. Ég er ekkert fyrir þorramat en það er nú mál að sýna lit og svona. Mæta í gleðskap, hitta fólk. En hvernig ber maður sig á svona þorrablótum? Mér skilst að það séu engar beinar tilskipanir um klæðaburð, er það lopapeysa eða skyrta eða handklæði? Ég á nefnilega enga lopapeysu. Og reyndar engar buxur heldur.)

(Eru til einhver góð ráð um svonalagað?)

(Og ef það kemur í ljós að innskotið í byrjun skrifa leiðir inní meginmálið, á maður þá að halda svigunum? Hvar hættir maður að nota þá? Hérna:?)

Hjálp.

-b.

30 janúar 2008

Ég þarf stærri bát

Kvikmyndaaðlögun á Choke eftir Palahniuk á leiðinni? Með Sam Rockwell? Hvernig fór þetta framhjá mér?

-b.

29 janúar 2008

Grein eftir Steve Martin

Um það hvernig hann varð fyndinn.

To test my idea, I went onstage and began: "I'd like to open up with sort of a 'funny comedy bit.' This has really been a big one for me...it's the one that put me where I am today. I'm sure most of you will recognize the title when I mention it; it's the "Nose on Microphone" routine [pause for imagined applause]. And it's always funny, no matter how many times you see it."

I leaned in and placed my nose on the mike for a few long seconds. Then I stopped and took several bows, saying, "Thank you very much." "That's it?" they thought. Yes, that was it. The laugh came not then, but only after they realized I had already moved on to the next bit.

Now that I had assigned myself to an act without jokes, I gave myself a rule. Never let them know I was bombing: this is funny, you just haven't gotten it yet. If I wasn't offering punch lines, I'd never be standing there with egg on my face. It was essential that I never show doubt about what I was doing. I would move through my act without pausing for the laugh, as though everything were an aside. Eventually, I thought, the laughs would be playing catch-up to what I was doing. Everything would be either delivered in passing, or the opposite, an elaborate presentation that climaxed in pointlessness. Another rule was to make the audience believe that I thought I was fantastic, that my confidence could not be shattered. They had to believe that I didn't care if they laughed at all and that this act was going on with or without them.

Frekar af bústaðarferð

Nei heyrðu annars. Það var ekki terpentína sem við drukkum á föstudeginum, það var bjór. Ferðin heldur samt nafninu. Og nú skal hún skrásett nánar:

Þegar ég kom heim úr vinnunni sat Víðir á stól fyrir framan dyrnar og beið eftir mér. Ég opnaði hurðina og hann sagði komum af stað. Hann var spenntur. Hei ég var það líka. En ég þurfti aðeins að græja mig, og Davíð yrði ekki búinn í vinnunni alveg strax. Þetta er svona: til að eiga efni á afslappelsi í sumarbústað þá þarf maður að vinna framá myrkur aðra daga. Og plánetan snýst.

Við gerðum okkur tilbúna og hentum þessum örfáu ferðapokum okkar í skottið á bílnum hans Víðis. Við sóttum Egil í verkstæðið hans og héldum til Davíðs. Þar sat Ari og vildi sýna okkur Guitar Hero-kúnstir sínar, sem voru þó nokkrar. Davíð lenti vígreifur og við sögðum komum af stað. Ég skrifa ekkert um það að lykillinn að bústaðnum skyldi ekki finnast undireins.

Stopp í tíu ellefu, stopp á enn einum og svo engin stopp fyrren á Grímsstöðum. Ég dró upp diktafóninn og skrásetti upphaf ferðarinnar, menn sögðu gamansögur og kölluðu hvor annan skrautlegum nöfnum, einsog vera ber. Víðir keyrði og ég fyllti úlpuvasann minn af pistasíuskeljum úr tíu ellefu. Ferðin gekk vel, fjöllin voru ekki of grimm með vindunum sínum og hrákum af skafrenningi yfir veginn okkar. Það kostar 900kall í göngin, og hefðum við verið á Fear and Loathing-ferðalagi með öllu tilheyrandi hefðum við örugglega ekki séð eftir tæpum þúsundkalli til að draga leðurblökuslektið inní hellinn aftur. En það kemur sjálfri ferðinni ekki svo mikið við.

Þegar við komum uppúr Borgarnesi og inná afleggjarann að bústaðnum fór að setja í veðrið. Vegurinn var temmilega þungur - við hefðum fráleitt komist þetta á fólksbíl - og á tímabili var snjókoman svo mikil að við rétt sáum glitta í næstu stiku, renndum eftir djúpum hjólförum í slóðanum og leituðum að Grímsstaðarljósastaurnum í myrkrinu. Við höfðum enn ekki komið auga á hann þegar við keyrðum framá sumarbústað og vorum þá komnir of langt. Við snerum við. Nú sat Davíð framí og vísaði sem best hann gat í gegnum fannfergið, við komumst uppað Grímsstöðum og þóttumst sjá hvar vegurinn að bústaðnum kæmi handan við trukkinn framundan, Víðir gaf í og festi bílinn í skafli svo hann sat á maganum.

Við Davíð gripum nokkra poka og lögðum af stað niðrí bústað að sækja skóflur. Vindurinn var í bakið en snjórinn náði okkur sumstaðar uppí mitti. (Ja, hann náði mér sumstaðar uppí mitti.) Og við vorum ekki beint klæddir fyrir svona ævintýri, í gallabuxum og úlpum og þótt ég hefði húfu og vettlinga þá öfundaði ég Davíð af treflinum hans. Ferðin tók svona rúmar tuttugu mínútur, það sem annars hefði tekið rúmar fimm. Og þegar við komum uppí bústað þá var bara ein skófla á svæðinu. En við komum pokunum fyrir, kveiktum uppí því sem hægt var að kveikja uppí og lögðum af stað tilbaka. Egill og Víðir höfðu grafið þónokkuð undan bílnum og eftir dálítinn mokstur í viðbót náðum við að losa hann. Víðir lagði á grynnri snjó, við hlóðum restinni af draslinu á okkur, röðuðum bjórnum á snjóþotu og lögðum af stað aftur. Þessi önnur ferð að bústaðnum var talsvert svipuð þeirri fyrri. Ferðin heiman frá Davíð hafði þá tekið rúma þrjá tíma, líklega nær fjórum.

Það sem var svo hrikalegt við að koma að bústaðnum í fyrri ferðinni var að vita að við þyrftum að fara þaðan aftur. Þessvegna stoppuðum við stutt og ég vildi ómögulega hvíla mig og hlýja í bílnum þegar við komum með skófluna, vegna þess að ég myndi þurfa að dýfa mér oní snjóinn aftur hvorteðvar. Að koma í bústaðinn í annað sinn, hinsvegar, vitandi það að ég myndi ekki þurfa að stíga útfyrir dyrnar aftur fyrren á sunnudaginn, var ein góð tilfinning.

Þegar við lentum í fyrra skiptið uppgötvaði ég það að diktafónninn hafði verið í gangi alla leiðina frá því þegar við snerum við, og ég hafði þá fest festinguna og fyrra bröltið uppí bústað á band. Tækið var hinsvegar vafið í sokk og geymt í peysuvasa innanundir úlpu, svo það er líklega ekki margt að heyra..

Og ég get ekki sagt frá fleiru, vegna þess að á leiðinni heim var gert samkomulag um að við myndum ekki greina frá því sem gerðist í bústaðnum. Þessu lýkur þessvegna við þröskuldinn. Nattsj.

-b.

28 janúar 2008

,,I've got to take a little time.."

Helgin fékk nafnið Terpentína 2008. Bæði vegna þess að terpentína er góð til allra hluta og vegna þess að við drukkum helling af henni á föstudeginum. En ef þið viljið vita hvernig helgin var, án þess að leggjast útí heilmikinn lestur og myndaflettingar, þá skulið þið kveikja eld í hjarta ykkar og syngja eftirfarandi eins hátt og þið getið:

I wanna know what love is!
I want you to show me
I wanna feel what love is!
I know you can show me

Og þar hafiði það.

-b.

24 janúar 2008

Björn og hefðin

ah reykjavík reykjavík rýr á kolli engri lík
ást mín er einsog stál
sem hent er í bál
og mallar þar og heyrðu það tík
mín reykjavík

Megas og Sylvía


M-nótt

Mér er ekkert um menninguna gefið
sagði maður einn: hún gengur ekki í nefið
né hentar hún í æð svo ég legg á helvítið fæð
og hugsi ég til hennar þá er það einkum eitthvað ljótt
en nú er ég einmitt einsog kviksettur á kolblárri menningarnótt

sylvía hún hefur það og sex það verður ekki af henni skafið
það væri suddalegt að stinga sér alveg í hana á bólakafið
og tremmakúl að eiga á því kost að spúla
hana að innan það væri fáránlega frjótt
og því segjum við: abeat og pereat kúltúr við heimtum sylvíunótt

meybarn átti grýla sem meikaði hún vægast sagt ekki
,,það má ekki ske að skrýmslið skæli hér allt og skekki"
þeetta var skýlaus viðurkenning og mærin sem hét menning
fór í mínus og fór á flakk og fór með veggjum og fór hljótt
en hún emjaði einsog stunginn grís þegar menn gripu hana og múruðu inní marklausa nótt

ég hef ekki á menningunni mætur
sagði hann: hún mætti sleppa því að fæara á fætur
og bara selja sig einsog hún er - í bælinu allsber
uns hún breyttist í rottuholu í gróinni tóft
en það er vissulega ekki við hana sjálfa að sakast heldur þá sem malla þessa menningarsótt


Hann vill spúlana að innan já.. það að ,,sprengja í" hinar og þessar, einsog maður hefur heyrt fleygt, hljómar frekar hjákátlegt í samanburði.

Einnig: sumir tala um að ,,smúla" eitt og annað, en það er ekki rétt. Maður spúlar. Smúl er smygl. Hef ég heyrt.

-b.

21 janúar 2008

Því það kostar allt sem má

Djöfull er þetta hart. Dollarinn kominn uppí 66 krónur og ég veit aldrei hvenær vísa tekur mið til að senda mér reikning, en frá því ég pantaði síðasta amasón pakka hefur verðið hækkað um helling, býst ég við.

Ég var að skoða verð á Hróarskelduferð, svona hálft í gamni. Því mig langar mikið aftur, ég bara veit ekki hvort það vill nokkur koma með. Flugið er á 24þúsund og miðinn á 22þúsund. Miðinn inná svæðið hefur hækkað um tæplega helming síðan ég fór fyrir þessum sjö árum síðan. Svo þetta er svona fimmtíu þúsund, bara flug og ,,gisting". Fyrir vikuferð.. ég reikna þá með því að fara á þriðjudegi og koma aftur á mánudegi.

Fimmtíu þúsund eru kannske ekkert svo margar krónur, þannig séð?

Á hinn bóginn er aldrei að vita nema verðið hækki, þarsem danska krónan hækkar líka. Komin uppí rétt rúmar 13 krónur íslenskar núna. Og flugfargjaldið hækkar náttúrulega eftir því sem nær dregur.

Æ já bölv og ragn. Ég veit samt alveg að ég myndi ekki sjá eftir þessum krónum, sannarlega ekki á meðan ég sit fyrir framan músík og teyga öl undir danskri sól.

-b.

Birni þykir það notalegt að verða ekkert úr verki

Þessi helgi er búin að vera einstaklega róleg og þægileg. Þægilegheitin ætla sjálfsagt að fara með mann. Nú er ég búinn að horfa á 3:10 to Yuma, The Running Man, The Man from Earth og The Nines.

Swarzsssegnerg er einstaklega lélegur í Hlauparanum. Hann hefur aldrei verið góður en hver einasta lína er hörmung. Þó svipar myndinni frekar til bókarinnar en mig minnti. Jarðmaðurinn er skondin en ekkert sérlega vel heppnuð yfirfærsla af sviði. Síðdegislestin til Yuma er hreinlega ekki nógu góður titill vegna þess að spennan er fólgin í þessari nákvæmu tímasetningu, á fleiri en einn hátt. En myndin meikar ekkert sens. Þetta er fínn vestri útaf fyrir sig, en endalokin eru tóm þvæla. Sjáið frekar Seraphim Falls, sem mér fannst ekkert spes heldur, en hún gerir hlutina betur en Yuma. Hei, eða bara The Proposition. Níurnar, það er ein spes mynd. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um hana, en ég er allavega ánægður með að hafa séð hana.

Og lagið sem mér finnst skemmtilegast að spila í Guitar Hero er Even Flow. Allavega þessa helgi.

Og rakvélin varð rafmagnslaus í kvöld og ég komst að því að ég er rosa flottur með skeifu-yfirvaraskegg.

Og amasón pakkinn minn á að vera kominn í pósthúsið. Eftir þessa sendingu verð ég að hægja á innkaupunum í smá tíma.

Og og og og og og vatn er gott og sunnudagurinn er frændi vikunnar og sjö dagar í viku eru skrýtið geim og reynum nýjan stað í vikunni og klukkan hálfátta er góður tími líka til að gera allskonar og pillurnar eru alltaf á sinni hillu og það vantar nýjar hillur líka og ég prenta ekkert og það vantar ekkert og maður spinnur ekkert í hlýjunni við eldinn og hvernig gera þeir þetta fyrir sunnan félagi og vinnan byrjar ekkert seinna í fyrramálið þótt ég vaki lengur og hvað er í gangi með það kanntu að spyrja nema og ég þarf ekki og það er reyndar og nú er ég bara að skrifa til að skrifa.

-b.

17 janúar 2008

Hlustpróf, einn tveir

Ég var að versla diktafón í vinnuna, nú stendur til að taka upp allskonar. Ég hef verið að fikta við þetta, og tók upp nokkuð sem verður eyrum ykkar til betrunar.



Afhverju hafði ég þá hugmynd í kollinum að embed-taggið væri tóm vitleysa?

-b.

16 janúar 2008

Það er eitt við deja vu

sem fer dálítíð í taugarnar á mér. Núna áðan var ég að reyna að finna gott enskt orð fyrir ákveðna hugsun, hugmynd sem ég hafði nokkurnvegin á íslensku en samt ekki. Og þá fékk ég þessa tilfinningu að ég hefði rennt í gegnum þessa reynslu áður, hvað sem ég gerði varð alltíeinu fyrirfram ákveðið (en það er erfitt að hugsa framfyrir næsta skref þegar maður er upptekinn við að bera saman athöfn og óljósa minningu sem er samt ekki minning). En á sama tíma verð ég frústreraður vegna þess að ég veit að þarna við endann á brautinni er svarið sem ég leita að, ég kem til með að finna rétta orðið, en ég get ekki teygt hugann inní framtíðarminninguna og sótt það hingað. Ég verð að hugsa þessar hugsanir sem ég á að hafa hugsað áður allt þangað til ég kem niður á lausnina.

-b.

15 janúar 2008

éáegiorð

Late one night in the summer of 2005, Matthew Sepi, a 20-year-old Iraq combat veteran, headed out to a 7-Eleven in the seedy Las Vegas neighborhood where he had settled after leaving the Army.

This particular 7-Eleven sits in the shadow of the Stratosphere casino-hotel in a section of town called the Naked City. By day, the area, littered with malt liquor cans, looks depressed but not menacing. By night, it becomes, in the words of a local homicide detective, “like Falluja.”

Mr. Sepi did not like to venture outside too late. But, plagued by nightmares about an Iraqi civilian killed by his unit, he often needed alcohol to fall asleep. And so it was that night, when, seized by a gut feeling of lurking danger, he slid a trench coat over his slight frame — and tucked an assault rifle inside it.

“Matthew knew he shouldn’t be taking his AK-47 to the 7-Eleven,” Detective Laura Andersen said, “but he was scared to death in that neighborhood, he was military trained and, in his mind, he needed the weapon to protect himself.”

Head bowed, Mr. Sepi scurried down an alley, ignoring shouts about trespassing on gang turf. A battle-weary grenadier who was still legally under-age, he paid a stranger to buy him two tall cans of beer, his self-prescribed treatment for post-traumatic stress disorder.

As Mr. Sepi started home, two gang members, both large and both armed, stepped out of the darkness. Mr. Sepi said in an interview that he spied the butt of a gun, heard a boom, saw a flash and “just snapped.”

In the end, one gang member lay dead, bleeding onto the pavement. The other was wounded. And Mr. Sepi fled, “breaking contact” with the enemy, as he later described it. With his rifle raised, he crept home, loaded 180 rounds of ammunition into his car and drove until police lights flashed behind him.

“Who did I take fire from?” he asked urgently. Wearing his Army camouflage pants, the diminutive young man said he had been ambushed and then instinctively “engaged the targets.” He shook. He also cried.

Jújú.. nógu gamall til að gerast hermaður í Írak, klára túrinn og koma heim nett veikur á geði og taugum, en þó ekki nógu gamall til að kaupa sér bjór. Fyndið?

-b.

Svíþjóð aflýst / frestað

Hún amma mín var að fara í aðgerð á auganu og má víst ekki fljúga í nokkrar vikur á eftir, svo við förum ekki til Svíþjóðar næstu helgi, einsog til stóð.

Það verður alveg í lagi með hans samt. Gat á sjónhimnunni skildist mér. En það er verið að redda því í þessum töluðu orðum.

-b.

14 janúar 2008

Myndir af stöðum sem eru lokaðir almenningi



Forensic Anthropology Research Facility, Decomposing Corpse

The world's primary research center for the study of corpse decomposition in Knoxville, Tennessee, is nicknamed "the body farm" and hosts up to 75 cadavers in various stages of decay. The skeletal analysis of human remains helps solve murder cases.


Restin er hér.

-b.

12 janúar 2008

go west

Ég var að lenda hjá Halli á Hvanneyri. Dökkur kaldi uppúr pokanum, bringur á pönnunni og veröld öll er græn. Það virðast allir vera fjarverandi eða uppteknir í elsku Reykjavík minni, og þá fer maður bara útáland.

Sjáumst götuljós. Kyss kyss.

-b.

Dolemite

11 janúar 2008

Tann-Björn

Ef Nýherji væri rokkband þá myndi ég kannske ekki vera grúppía, ekki alveg, en ég myndi að minnsta kosti kaupa alla diskana þeirra.

Eða ég myndi tékka á þeim öllum þiðvitið, því ég er seinn til kaupa. Ég myndi að minnsta kosti kaupa nýju breiðskífuna þeirra, þarsem Bubbi syngur eitt lag og Leiló tekur aðeins í gítarinn. Síðan myndi ég senda þeim ímeil og spyrja hvernig þeir hafi tíma til að semja rokkmússík þegar tölvur hrannast upp í viðgerðarhillum. Og þeir myndu senda um hæl og svara að þetta sé mín myndlíking og ég ætti að halda mig við hana og vera ekki að bulla eitthvað útí bláinn.

Og svo myndi ég adda þeim á mæspeisið mitt.

Djöfuls draumórar eru í gangi. Það er örugglega föstudagur.

En þarsem ég keyrði framhjá litlu kaffistofunni í gær, á leiðinni til tannlæknisins, hringdi stimamjúk stúlka í gemsann minn og sagði að tölvan mín væri tilbúin úr viðgerðinni. ,,Hva, var þetta ekkert mál?" spurði ég. ,,Þeir skiptu um skjá" sagði hún. Og hún bætti einhverju við um ,,kælikrem á örgjörfann". Ég taldi best að fara ekki nánar útí það. Sagðist sækja hana á morgun.

Og ég renndi til þeirra í morgun, daman í afgreiðslunni tók miðann minn, rétti mér tölvuna og bað mig vel að lifa. Tölvan gengur einsog traktor. Og ég borgaði ekki krónu því hún er enn í ábyrgð. Helvíti er ég sáttur við þetta.

...

En ég fór semsagt til tannlæknis í gær. Hann skipti um fyllingu í efri góm í nóvember, og á aðfangadag fannst mér einsog það væri eitthvað hefði farið úrskeiðis, ég fékk sting í tönnina þegar ég beit saman. Það var frekar óþægilegt, að minnka bitsvæðið um 50 prósent, sirka, í þessari matar- og sælgætisorgíu sem jólin voru. En ég harkaði það af mér, að sjálfsögðu. Ég pantaði samt tíma hjá honum um leið og ég gat, og þetta var fyrsti lausi tíminn, núna í gær.

Nemahvað að núna var verkurinn að mestu farinn. Hann bankaði í tennurnar og fann ekkert, tók nokkrar röntgenmyndir og sagði svo ,,þú ert með nóg af tönnum!" Hann hafði þá fundið eitthvað merkilegt. Málið er víst að ég hef þessa tvo jaxla sem allir fá og njóta. Svo er ég með endajaxl, sem er óðum að hverfa úr manna gómum og þarf oft að rífa út sökum plássleysis (en hann vex einmitt dulítið skakkur hjá mér).

Og síðan hef ég enda-endajaxl, sem er að reyna að ryðja þeim fyrri burt. Semsagt. Nóg af tönnum.

Hann vildi meina að þetta væri frekar sjaldgæft, maður sæi þetta frekar hjá öpum og svoleiðis. Ha ha. Ég er frummaðurinn Björn. En svo gaman þótti honum að taka myndir af þessu að hann rukkaði mig ekki krónu fyrir tímann. Þeir fá víst sinn skammt fyrr en síðar, þegar það þarf að rífa báða þessa jaxla út. - En málið með þennan verk er líklega það að það er of mikið af tönnum í litlu gómplássi, og þeir liggja allir á sömu tauginni.

Ég er að vinna framá kvöld og svo er ekkert á prjónunum. Rólegheit? Kannske ég endurnýi kynnin við tölvuna mína. Við höfum verið aðskilin svo lengi, ég man varla lengur hvernig það er að smella læsingunni aftur, renna fingrunum yfir lyklana, finna rafljósið á andlitinu.. Samband okkar er framundan heilbrigt og guði þóknanlegt.

Eða hvað, er eitthvað annað á seyði? Bjór og ólsen?

-b.

10 janúar 2008

we're so pretty

Þegar Víðir stígur útúr herberginu sínu á sunnudagseftirmiðdegi (eða komið inní aðfaranótt mánudags) þá skelfur hann gjarnan einsog hrísla í roki. Við höfum að sjálfsögðu gert hefð úr þessu einsog öðru, við spyrjum ,,ertu með skjálftann?" eða ,,varstu á Celtic?"

((Útúrdúr: það hefur komið uppúr kafinu að Víðir lendir inná Celtic á aðfaranótt sunnudags sama hvað hann er að gera og sama hvar hann er staddur. Nú er hann orðinn smeykur við að kaupa sér far til útlanda af ótta við að hann birtist einfaldlega á Celtic Cross klukkan hálfsex að staðartíma, og skilji farangur og ferðafélaga eftir í reiðileysi.))

Það er ekkert eðlilegra en það að gera grín að taugadauða og lifrarbilun. Og nú man ég ekki hver tilgangurinn með þessum skrifum var. Ætlaði ég ekki að leiða að einhverju? Þynnka og skjálfti, í þynnku er gott að sofa.. tja, það er nú ekki það sem ég ætlaði að rausa um, en kannske er það hægt samt.

Ég hef sofið vel og mikið síðan það sljákkaði í pestinni. Síðan á nýja árinu gat ég ósköp lítið sofið, ég var alltaf hóstandi og eitthvað vesen.. ef ég náði að festa svefn dreymdi mig tóma vitleysu svo ég var dauðþreyttur þegar ég vaknaði. En í gær svaf ég frá níu til að verða átta í morgun, og daginn þar áður var ég vakandi í níu, tíu tíma. Þetta er nauðsynlegt svo maður komist aftur á lappirnar. Sei sei.

Og ég er aftur kominn í vinnuna en það eru engar myndasögur hérna fyrir mig. Ég byrjaði á Ósýnilegum glæpum, sem er eftir einhvern gaur. Spánverja? Katalóna? Hermann Stefánsson þýddi a.m.k. Hún er fljótlesin en ekkert sérstaklega spennó, enn sem komið er. Ég er að vaða í gegnum Dexter in the Dark, klára hana kannske á leiðinni heim á eftir. Og ég er aðeins kominn inní Dermaphoria. En mig langar í myndasögur! Fjandinn.

Ah já. Nú man ég. Tölvan mín er í viðgerð. Ég er farinn að finna til fráhvarfseinkenna. Hvað geri ég þegar tölvan mín er í viðgerð? Sef mikið, jú. Fer til tannlæknis, ég er að fara austur til þess á eftir. Og hvað? Ég get ímyndað mér að ég vakni á sunnudagsmorgun, skjálfandi af tölvuleysi. Víðir kemur inní stofu skjálfandi og ég skelf með honum, við skjálfum af sitthvorum kvillanum en þó í hálfum takti.

Þetta er yrkisefni, blautur og ilmandi akur fyrir ljóðskáld hvarvetna.

Skjálf djöfuls skjálfti
tölvuleysi og þynnka
brr skjálf skjálf brr sjálf

Sko ég setti ekki k í síðasta skjálfið, svo núna er ljóðið um sjálfsmynd og hvað við þurfum að hafa inní okkur og í kringum okkur til að viðhalda ídentíteti. (Er þetta ekki miklu þægilegra, að hafa svona merkingarlykil strax á eftir ljóðunum? Monní monní.)

-b.

09 janúar 2008

Ár blöðrunnar (900)

Það versta við árið 2008 er að ég skrifa töluna 8 mjög illa. Ég þarf að vanda mig mjög mikið við hana, annars lítur hún út einosg blaðra. Stór haus oná pínulitlum hnút.

Og nú man ég að það eru bráðum tíu ár síðan ég byrjaði í fjölbraut eða eitthvað.

Tölvan mín bilaði í gær, í fyrsta sinn í tvö og hálft ár. Að minnsta kosti í fyrsta sinn svo ég þurfti að fara með hana í viðgerð. Og ég ekki einusinni viss um að ég hafi þurft að fara með hana.. en ég nennti ómögulega að eiga við helvítið. Ég ræsi hana og það slokknar á skjánum, ég get kallað hann upp aftur með því að skipta á skjámyndum (fn+F7) en það slokknar á honum aftur. Stundum eftir nokkrar mínútur, stundum nokkrar sekúndur. Þetta gæti verið drævera-mál en það er tómt vesen að standa í svoleiðis þegar skjárinn virkar ekki.

Þannig að ég fór með hana í Nýherja núna í morgun. Vonandi verður hún komin í stand fyrir Svíþjóðarferðina. Hún er eftir tíu daga.

Kvefið virðist ætla að hörfa, og þótt fyrr hefði verið. Ég sit og skrifa þetta í vinnunni. (Hvað ætla ég að gera veikur heima ef ég hef ekki tölvuna mér við hlið?) Og Guitar Hero er skemmtilegt dót. Afhverju hef ég aldrei komist í tæri við það áður?

Ég hef verið að horfa á bíómyndir og nú vantar mig að sjá Michael Clayton og There Will Be Blood. Þær eru hvergi!

Satans 2008.

Gott ár samt. Sjáið bara til.

-b.

06 janúar 2008

Best ársins 2007

Bækur:

Libra og Mao II eftir Don DeLillo
Rant eftir Chuck Palahniuk
Flaubert's Parrot eftir Julian Barnes
Nafn Rósarinnar eftir Umberto Eco
The Man in the High Castle eftir Philip K. Dick

Myndasögur:

Ástríkur fram að dauða Coscinnys
The Living and the Dead og I Killed Adolf Hitler eftir Jason
Eineygði kötturinn Kisi og leyndarmálið eftir Hugleik
The Pulse eftir Bendis
Smax eftir Alan Moore
Ode to Kirihito eftir Osamu Tezuka
Casanova eftir Matt Fraction

Bíó:

The Good Shepherd
Nil by Mouth
Zodiac
Hot Fuzz
Old Boy
No Country for Old Men
Brick
Inside Man
Children of Men
Hard Candy

Sjónvarp:

Sleeper Cell, fyrsta þáttaröð
John From Cincinnati
Studio 60, fyrsti þátturinn og endalokin að minnsta kosti
Star Trek: Deep Space Nine
Sopranos, seinni hluti sjöttu þáttaraðar
Tim and Eric, Awesome Show: Great Job!
Slings & Arrows
30 Rock
Dexter
, önnur þáttaröð
Life on Mars, fyrri þáttaröð

Músík:

Hissing Fauna, Are You the Destroyer? með Of Montreal.
In the Reins með Iron and Wine og Calexico (ennþá).
In Rainbows með Radiohead
Ratatat með Ratatat
The Warning með Hot Chip
Iceland Airwaves 2007

Annars hef ég voða lítið leitað að nýrri músík undanfarið. Ég hef aðallega hlustað á hljóðbækur, þ.á.m. The Man in the High Castle og Libra, en það litla sem bætist inná ipoddinn minn er annaðhvort gamalt eða ekkert sérstakt.

Ég las annars neyðarlega lítið í ár.

Í best ársins 2006 sagði ég að þættirnir Sopranos, Battlestar Galactica og Lost hefðu misst flugið. En þeir áttu allir brjálaða lokaspretti. Andskotann er maður að tjá sig um drasl í miðjum klíðum?

-b.

04 janúar 2008

Fólk er ennþá að sprengja,

ég heyri það innum gluggann minn. Áramótin voru þarna einhverstaðar í byrjun vikunnar en hvað hefur verið að gerast?

Á gamlárskvöld sat ég í makindum og horfði á Atonement. Þarsem ég vissi ekkert um myndina fyrirfram þá kom hún mér þægilega á óvart. Hún byrjar sem sveitadrama um kvöldverð og blómavasa, tekur snarpa beygju inní útí heim og þaðan inní framtíðina. Helvíti vel gert.

Síðan horfði ég á Mission: Impossible III. Það var góð bíómynd inní henni einhverstaðar en það virtist enginn annar vera að leita og ég nennti ekki að finna hana einn. Þá var það The Color of Money. Önnur Cuise mynd?! Tjá. En hún er ágæt. Charlie Wilson's War er ekkert spes.

Life eru ágætir þættir. Mikið til simpelt löggudótari, en gaman að því samt. Ég er kominn nokkuð langt inní Cane en er samt ekki að nenna þeim. Ekki Damages heldur. Svo ég glápi á þátt og þátt af BSG á meðan ég hósta og svitna og sýð meira vatn fyrir te.

Ég var orðinn veikur á gamlársdag, verri daginn þar á eftir og ómögulegur annan í nýju ári, þegar ég mætti aftur í vinnuna. Ég var sendur heim og hef síðan verið slappur og hóstandi og kyrrsettur, mestaf. En þetta er að skána. Ég verð orðinn góður á mánudaginn, hlýtur að vera.

Ég byrjaði síðasta ár líka á veikindum, en þau voru meira svona alkahól-veikindi. Maður veit þó alltaf að þau hverfa smám saman, gjarnan jafndægurs.

Í kvöld leikum við gítarhetjur, og allskonar hetjur. Því við erum hetjur, hetjan býr í oss.

-b.

,,búinn að drekka kippu..."

Lögreglan hefur nú í rannsókn stærsta stuld á bókum og ritum sem framinn hefur verið á Íslandi. Tugum bóka var stolið úr dánarbúi Böðvars Kvarans á seinni hluta ársins 2006 og fyrri hluta ársins 2007. Flestar bókanna eru afar verðmætar fornbækur, frumútgáfur og illfáanlegar annars staðar.

Talið er ljóst að verðmæti bókanna hlaupi á tugum milljóna og jafnvel allt upp í hundrað milljónir. Lögreglan birti í gær lista yfir þær bækur sem enn er saknað úr safninu.

Hjörleifur Kvaran, sonur Böðvars, segir að synir Böðvars hafi kært málið til lögreglu síðasta haust. Það sé nú í rannsókn og að því er hann best viti sé rannsóknin á lokastigi.


..ég vissi ekki að bandið væri ennþá starfandi. Hm.

-b.

03 janúar 2008

The Wire aftur byrjar á sunnudaginn

Þessvegna er búið að ræsa Heaven and here aftur.

Viðtalið millum David Simon og Nick Hornby er hér.

Og svo er hér grein um David Simon í dulítið neikvæðum tón, sem er góð tilbreyting:

Behold the Hack, the veteran newsman, wise beyond his years, a man who’s seen it all, twice. He’s honest, knowing, cynical, his occasional bitterness leavened with humor. He’s a friend to the little scam, and a scourge of the big one. Experience has acquainted him with suffering and stupidity, venality and vice. His anger is softened by the sure knowledge of his own futility. And now behold David Simon, the mind behind the brilliant HBO series The Wire. A gruff fireplug of a man, balding and big-featured, he speaks with an earthy, almost theatrical bluntness, and his blue-collar crust belies his comfortable suburban upbringing. He’s for all the world the quintessential Hack, down to his ink-stained fingertips—the kind of old newshound who will remind you that a “journalist” is a dead reporter. But Simon takes the cliché one step further; he’s an old newsman who feels betrayed by newspapers themselves.

,,How America lost the war on drugs"

Frekar löng og mjög áhugaverð grein um ,,eiturlyfjastríðið" í BNA.

The last time Escobar had hastily fled one of his residences - la Catedral, the luxurious private prison he built for himself to avoid extradition to the United States - he had left behind bizarre, enchanting ­detritus, the raw stuff of what would ­become his own myth: the photos of ­himself dressed up as a Capone-era gangster with a Tommy gun, the odd collection of novels ranging from Graham Greene to the Austrian modernist Stefan Zweig. Agents from the Drug Enforcement Administration, arriving after the kingpin had fled, found neat shelves lined with loose-leaf binders, carefully organized by content. They were, says John Coleman, then the DEA's assistant administrator for operations, "filled with DEA reports" - internal documents that laid out, in extraordinary detail, the agency's repeated attempts to capture Escobar.

"He had shelves and shelves and shelves of these things," Coleman tells me. "It was stunning. A lot of the informants we had, he'd figured out who they were. All the agents we had chasing him - who we trusted in the Colombian police - it was right there. He knew so much more about what we were doing than we knew about what he was doing."

Coleman and other agents began to work deductively, backward. "We had always wondered why his guys, when we caught them, would always go to trial and risk lots of jail time, even when they would have saved themselves a lot of time if they'd just plead guilty," he says. "What we realized when we saw those binders was that they were doing a job. Their job was to stay on trial and have their lawyers use discovery to get all the information on DEA operations they could. Then they'd send copies back to Medellín, and Escobar would put it all together and figure out who we had tracking him."

02 janúar 2008

Um fréttir

Helvíti áhugavert dót.

Humor in commercials was hip--subtle, even, in its use of obscure pop-cultural references--but if there were any jokes at all in news stories, they were telegraphed, blunt visual gags, usually involving weathermen. That disjunction remains: at the precise moment that Apple cast John Hodgman and Justin Long as dead-on avatars of the PC and the Mac, news anchors on networks that ran those ads were introducing people to multibillion-dollar phenomena like MySpace and Facebook with the cringingly naïve attitude of "What will those nerds think of next?"

Entertainment programs often took on issues that would never fly on Dateline. On a Thursday night, ER could do a story line on the medically uninsured, but a night later, such a "downer policy story" was a much harder sell. In the time I was at NBC, you were more likely to hear federal agriculture policy discussed on The West Wing, or even on Jon Stewart, than you were to see it reported in any depth on Dateline.

Sometimes entertainment actually drove selection of news stories. Since Dateline was the lead-in to the hit series Law & Order on Friday nights, it was understood that on Fridays we did crime. Sunday was a little looser but still a hard sell for news that wasn't obvious or close to the all-important emotional center. In 2003, I was told that a story on the emergence from prison of a former member of the Weather Underground, whose son had graduated from Yale University and won a Rhodes Scholarship, would not fly unless it dovetailed with a story line on a then-struggling, soon-to-be-cancelled, and now-forgotten Sunday-night drama called American Dreams, which was set in the 1960s. I was told that the Weather Underground story might be viable if American Dreams did an episode on "protesters or something." At the time, Dateline's priority was another series of specials about the late Princess Diana. This blockbuster was going to blow the lid off the Diana affair and deliver the shocking revelation that the poor princess was in fact even more miserable being married to Prince Charles than we all suspected. Diana's emotional center was coveted in prime time even though its relevance to anything going on in 2003 was surely out on some voyeuristic fringe.

01 janúar 2008

---> 2008

Gleðilegt nýtt ár til mín og ykkar.

Þarsem ég er með hálsbólgu og líklega smá hita þá ætla ég að sleppa árlegu áramótafylleríi í kvöld. Ég er eiginlega hálffeginn.

Þess í stað ætla ég að sitja í sófastólnum mínum, drekka tebolla og horfa á góða bíómynd. Og ég hugsa til félaga minna sem klifra uppí galeiðuna og ýta úr vör, bumbuslátturinn stigmagnast þarsem þeir líða áfram útí þokuna. Hífa!

Og ég er Spartakus.

2008 gerir 28 gerir 10 gerir 1, úr 9 í 1 sendir okkur yfir smellinn í skífunni og við byrjum uppá nýtt, frekar núna en áður. Alveg Satt. Ný melódía í hreinni rás, tökum sprettinn oní Janúar, bráðum kemur blessað vorið, er ég að tala einsog Eiríkur Guðmundsson?

Gleðilegt alltsaman, allir vinir.

-b.