16 mars 2007

Dundur

Ég er að hlusta á viðtal við Matt Fraction og hef ekkert að gera á meðan. Sjá hér bánk sem ég greip frá Má á mæspeis. Hann er soldið duglegur við að pósta svoleiðis, en ég nenni því aldrei..

_____

Taktu fyrsta stafinn í nafninu þínu, og svaraðu eftirfarandi spurningum með orðum sem byrja á sama staf. Svörin verða að vera ekta: alvöru fólk, hlutir, staðir o.s.frv. Ekki skálda. Ef þér dettur ekkert í hug, slepptu því þá. Reyndu að svara á aðra vegu en gaurinn/gellan á undan þér, ef nöfnin ykkar byrja á sama staf. Þú mátt ekki nota nafnið þitt til að svara spurningunni um nafn fyrir unga stúlku / ungan dreng.

Þú heitir: Björn

Frægur tónlistarmaður / hljómsveit: Beck

3ggja stafa orð: Bál

Götunafn: Borups Allé

Litur: Beisj

Gjöf (?): Brúðkaupsnammisekkur

Farartæki: BMX

Sjónvarpsþáttur: Battlestar Galactica

Land: Belgía

Nafn á ungan dreng: Breki

Nafn á unga stúlku: Berglind

Áfengi: Brennivín

Starfsheiti: Bókmenntafræðingur (ha ha)

Blóm: Brönugras

Selebb: Bogi Ágústsson

Matarkyns: Balroggur

Eitthvað sem finna má í eldhúsi: Beittur hnífur

Góð ástæða fyrir því að vera seinn: Blóð í lyftunni

Drasl sem þú hendir í ruslið: Bæklingar

Eitthvað sem þú kallar fullum hálsi: BYSSAN!

_____

Þetta er nú með þeim slappari sem ég hef séð. Og Fraction hefur ekki sagt mikið af viti síðan ég byrjaði. Sei sei. En ég gerði það, svo það stendur.

Civ er haaandónýtur. Ég get ekki spilað einn einusinni: hann takmarkar leikinn alltaf við tíu umferðir! Og ég sé aldrei neitt af því sem á að liggja oná landinu.. Þúveist.. skóga og beljur og akra og gull. Algert rusl. Og þorp! Það er bara hipsum haps hvort maður lendir á þorpum eður ei. Ég færi gaur á auðan reit og einhverjir ósýnilegir þorpsbúar gefa mér fjörutíu gull.

-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góður með brönugrasið. Það er virðingarverð jurt. En beittur hnífur! Kommon. Í þínum sporum hefði ég sagt blöndunartæki. En þú með þína beittu hnífa.
Svo hefðirðu getað sagt brauð.
Hvað get ég sagt? Hor? Hákarl? Herpes? Aldrei hrísgrjón eða hrökkbrauð. Kannski hörð grjón.
En ekki Hoards of Hell.
hallur

ps svo seger man beige

Björninn sagði...

Menn sem brýna ekki hnífana sína skrifa ,,beige". Tisk.

En hákarl og herpes, það er gull.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þetta asnalegur leikur.

-Ýmir.

Nafnlaus sagði...

...mér líka.