05 mars 2007

Nei annars

Allt sem fólk skrifar vekur hjá mér ógleði þessa stundina. Þar er ég sjálfur meðtalinn. Ég er ósammála öllu en sé ekki tilganginn í að mótmæla. Illt í höfðinu og hálsinum, úti er komið haust.



Krakkar henda steinum í löggur og löggur handtaka krakka. Það er þrennt sem mér dettur í hug: Lögreglan er náðarsamlega betur skipulögð en múgurinn - Handtökurimman við gula múrinn var skólabókardæmi um herkænsku og samstillingu. Það ættu að vera læf sjónvarpsútsendingar frá öllum svona uppákomum, einfaldlega til þess að tryggja að yfirvaldið hagi sér jafn skikkanlega og það gerði þarna um daginn. Og hver sá sem heldur að önnur þessarra fylkinga sé í hundrað prósent rétti er hálfviti.

-b.

Engin ummæli: