31 júlí 2006

The Old Country og sjónvarp vikunnar



Yup.

_____

Lufsaðist eitthvað niðrí bæ áðan, keypti grænmeti fyrir áttatíu krónur í Bónus og er ekki viss um að ég nenni miðbænum lengur. Hvar er allt þetta fólk sem ég var vanur að tala við? Var það kannske bara þetta eina skipti?

Á netinu í dag fann ég áttunda þátt þriðju þáttaraðar af Entourage, en á eftir að horfa á hann. Það sama á við um áttunda þátt þriðju þáttaraðar af Deadwood, en það var ekki fyrren í gær sem ég hafði það að glápa á þann sjöunda. Allt ansi rólegt þar ennþá, en greinilega einhver bilun í uppsiglingu.

Sótti líka míníseríu eftir Mark Millar að nafni Wanted, en ef ég myndi setja það á HI-netið væri markhópurinn um það bil Davíð, og hann nennir ekki að lesa myndasögur á tölvunni, ef ég man rétt. Klock mælir með þessu, svo maður tékkar.. Nokkuð annað hægt?

Er með skringilega tilfinningu í vinstra eyranu. Hversu lélegt væri það af mér að drepast úr sjaldgæfri eyrnasýkiveiru rétt áður en ég fer austur?

Tilvitnun nr. 371

Randall: I could probably sue this whole corporation right now for sexual harrasment. You're just making me restock the napkin holders because of my firmly held beliefs on the subject of ass to mouth.

Dante: You never go ass to mouth!

Randall: Would you grow up?

30 júlí 2006

Vinnan um helgina

Þetta var semsagt svona:

Vinna á fimmtudegi frá þrjú til tólf. Vinna á föstudegi frá sjö til hálffjögur. Vinna á laugardegi frá sjö til tólf. Vinna í dag, sunnudag, frá níu til hálffjögur.

Ég gerði ósköp lítið annað.

Hann Þorvaldur, sem átti að mæta á seinni vakt á laugardeginum, sagðist vera veikur og það var ekki hægt að redda neinum öðrum með þessum fyrirvara, svo ég varð að standa vaktina. Sem betur fer opnar ekki fyrren níu á sunnudögum, ég veit ekki hvernig ég hefði verið hefði ég þurft að mæta klukkan sjö í morgun.

Ég hef reyndar einusinni áður tekið svona törn, en það var á virkum degi, þegar dagmanneskjan gat verið innan handar. Seinni vaktina í gær, aukavaktina, átti ég með útimanni sem kann gersamlega ekkert á kassann. Og tíu mínútum yfir þrjú, þegar ég hefði átt að vera farinn að gera upp, þá varð allt brjálað. Tómt stress og leiðindi.

Ég er viss um að fullt af fólki vinnur svona dag frá degi, en ég leyfi mér samt að væla yfir þessu. Tisk.

Það sem fór helst í taugarnar á mér var að helvítis fífl og aumingi að nafni Kristján hafði af mér þrjúþúsundkall úr kassanum sem hann átti ekkert með, og nýtti sér þar hvað ég var orðinn steiktur og sljór þegar liðið var á kvöldið. Þetta er ekkert sem ég kem til með að borga, og ég get sýnt framá mistökin með kvittununum, hann verður væntanlega látinn borga þetta áður en yfir lýkur, en það pirrar mig að klúðra einhverju svona. Alger nýliðamistök.

Annars var ég einmitt að tala um það við hann Víði um daginn.. eða einhvern annan.. var það ekki Víðir? að nú er ég orðinn nokkuð sleipur í þessu djobbi, en það er samt ekkert sem ég get nýtt mér annarstaðar.

Ég vann á bensínstöð í eitt ár og það sem ég lærði var.. hvernig maður vinnur á bensínstöð.

Hæ framtíð.

-b.

Um 2 Fast 2 Furious

Ex-cop and ex-con help sexy customs agent indict money launderer. Two fine performances, both by cars.


..Mér fannst þetta fyndið.

28 júlí 2006

Il est nul

Vá er ég ekki að meika að það sé föstudagur. Er alveg að sofna.. bévuðu skiptivaktir!

-b.

27 júlí 2006

Abstraction Contraption



Kom út fyrir þremur dögum síðan og fór í 36. sæti breska vinsældarlistans. Óle!

-b.

Ég tel

Eitt: Ég á enn eftir að horfa á Deadwood.

Tvö: Ég náði í svo mikið af myndasögum á safninu um daginn að bakið urraði á mig þarsem ég hjólaði með það heim.

Þrjú: Auk myndasagnanna tók ég Argóarflísina, sem ég hef haft gaman af í vinnunni, og klára væntanlega á morgun eða í kvöld. Hún lætur tímann líða hraðar og kemur heilanum á flug. Frábært!

Fjögur: Ég á ekki frí um verslunarmannahelgina. Helvítis ódámurinn hann Þorvaldur á frí. Ekki ég. Ég fæ samt frí á mánudeginum (jei!). Þessum rómaða nákvæma frídegi verslunarmanna, sem ég er víst þessa dagana. Verslunarmaður.

Fimm: Þetta myndband með Grant Morrison er eitthvað speisað, en ég nenni ekki að horfa á það allt núna svo ég set það hingað og horfi á það seinna. Hæ internet.

Sex: Mig langar enn að tala um Lost.

Sjö: Núðlur eru gott náttfæði.

Átta: UngesBoligService.dk hefur enn ekki svarað fyrirspurn minni, og með hverri mínútunni eykst á njúrósir mínar. Mínar nýju (eða níu) rósir. Rós efans. Rapparinn cum bókmenntafræðingurinn á skemmtilega grein um Nafn rósarinnar í Mogganum í dag.. þó held ég að þessi framhjáhlaupslína hans um að þýðingum sé spýtt út með vinstri hendi (nú umorða ég eftir minni) gæti vakið úlfúð á meðal félagsmanna íslenskra þýðenda.

Níu: Mogginn fer í taugarnar á mér. Hann gerði það aldrei áður, en áður sat ég ekki nógu lengi með hann til að lesa leiðarann. Og staksteinarnir versna stöðugt. Þessir bölvuðu afturhaldsfrekjuhundar vaða uppi með þvílíkt kjaftæði að mig verkjar í brisið, og langar helst að flýja land. Einn staksteinadálkur talaði háðslega um þá hræðilegu þróun innan íslenskra dagblaða að birta leiðara sína undir nafni ritstjóra, og þarmeð ,,hefðu dagblöðin enga skoðun." Þessi lína var margendurtekin á því litla plássi sem annars er rifið undir þessi spýjuskrif. Þetta þykir mér einmitt það ógeðfelldasta við leiðarana, Reykjavíkurbréfin og staksteinana, að þótt maður geti gefið sér að þar fari ritstjóri offorsi gagnvart pólitískum og mannlegum betrungum sínum, þá birtist ekkert þessa undir nafni. Morgunblaðið hefur ekki skoðun, Morgunblaðið er pappír. Þú þarna sem skrifar á þennan pappír auglýsir þar þínar skoðanir, og þú getur bara aulast til að kvitta undir þær, auminginn þinn.

Tíu: Powers er ennþá gott stöff, en mig vantar : Forever.

Ellefu: Nú hefur birst tengill hingað af blóksíðu Geoff Klocks, sem mér þykir bæði fallegt af honum og frekar undarlegt. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur lesenda þeirrar síðu lesi Íslensku (leiðréttið ef svo er).. en þetta er e.t.v. spurning um kurteisi og netsiðun. Þú tengir, ég tengi.. Allt gott og blessað með það. Hæ internet.

Tólf: Ég á ennþá eftir að horfa á Equilibrium, líka.

Þrettán: Ég tók smá lit yfir helgina. Djöfull er ég töff.

-b.

Fimmtán: Það er eitthvað mjög hræðilegt við það að vera fastur í aflokuðu rými með þremur konum. Tvær eru allt í lagi og fjórar eru orðnar nógu margar til að teljast hópur, en þrjár konur ummyndast strax í einhverskonar skrímsli sem talar um konuhluti og hættir því aldrei. Maður er sannarlega ekki þriðja hjólið, en maður er ekki fjórða hjólið heldur því hjólið er löngu farið á haugana og við erum ólétt í fimmta skiptið að færa eldhúsið uppá aðra hæð og steypa nýjan bílskúr, vaska blóðið af veggjunum og tala tala tala saman. Brr. Landflótti, aftur.

26 júlí 2006

Bréfaskrif

Ég var að enda við að skrifa og senda bréf á einhverri sultudönsku austur yfir haf. Djö ég ætla að vona að þau skilji þetta þarna á UngesBoligService.. Ég er búinn að sitja við þetta næstum síðan ég kom heim úr vinnunni.

En ég er farinn að sofa. Aftur.

Góða nótt, góðir hálsar.. hvað svo sem þið eruð, múhúhahahaha!

-b.

gúgúlmaps djönk

Þetta er fokking bilun. Hvað sem þetta er..

-b.

25 júlí 2006

Deadwood: sjöundi þáttur er kominn upp.

Þrjár myndir

úr slattanum sem ég var að henda inná tölvuna úr símanum mínum. Ég er pínu svekktur yfir því hvað hann tekur lélegar myndir, en um leið er það doldið spes og gaman. Maður getur tekið kúlið á þetta, ,,það geta allir tekið hágæða myndir núorðið, afhverju ekki að taka bara góðar lélegar myndir?" En það virkar dálítið einsog gaurinn sem kann ekki að mála fyrir sitt litla en þykist vera með svaka meiningar í skvettum á striga. Þetta myndi virka betur ef ég hefði í raun og veru tekið einhverjar alvöru góðar myndir.

En ég segi það sosum ekki, þetta gildir þannig séð einu. Ég er enginn andskotans ljósmyndari, ekki frekar en restin af netverjum. Sjáið bara þessar myndir og svo skulum við öll halda kjafti í kór:







Sú fyrsta er tekin í andyri borgó, smellt á augabragði. Sú síðasta er tekin á aðfaranótt laugardags, einhver gjörningur til að auglýsa listahátíð. Kom væntanlega í blöðunum um helgina. Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessi í miðjunni kom.. en það er bara meira gaman.

-b.

ps. Nú þegar ég sé hana svona uppsetta þá hefði svei mér þá verið gaman af vélin hefði ekki registerað vírana sem halda hjólinu uppi. Það hefði verið góð slæm mynd.

24 júlí 2006

Entourage

Sjöundi þáttur þriðju seríu er kominn í draslið.

Deadwood er á leiðinni, en ég er farinn í vinnuna í bili.

-b.

,,Officious seeing-eye bitch"?

Gaur fer í skipulagða veiðiferð til Úkraínu með hópi af gaurum:

Later that night, after a few hours of note-taking in my room, I made one last pass through the bar and found another of our group, a Midwestener whose construction company built guard booths for the Army. Even though it was well past midnight on what had been a grueling day of travel, the tie under his sweater retained its crisp knot and his gray hair was immaculately parted.

“Looks like there are a few professional women out in the lobby,” he said at almost the moment I sat down to join him. “Do you know how much they are? Do you think $100 would do it?” When I suggested he simply go outside and ask, he walked off into the lobby to do just that—leaving me alone in mid-sentence—only to return moments later. “The pretty one got in the elevator,” he muttered. “The others were a little chunky. So you don’t know how much for one of them, huh?”

He told me with a clinical chill in his voice about the time he had gone to Mexico on business and seen “The Donkey Show,” in which a female performer fellates and then copulates with a donkey. “I didn’t know a woman could take a donkey,” he said. “But she did. She took it.” He informed me that in Mexico the hookers had cost $40. When I asked him if he was really here in Ukraine looking for a wife, he just shrugged.

[...]

The next day, on a guided walking tour of downtown Kiev, I approached him and asked whether he had gotten an answer to his question. In that same toneless voice he informed me that he had eventually hired one of the hotel prostitutes for $130 an hour and before I could stop him told me in graphic detail about what they’d done and, worse, what she would not do. Then a stray dog trotted past. “Oh!” he exclaimed, turning away from me suddenly and bending to hold out his hand with a radiant, ear-to-ear smile. “Look at the little puppy! Yee-ess! Who’s a cute little puppy?”

Harðsperrurnar éta mig

Mikið ofboðslega hef ég lítið fylgst með vídjóstöðu Íslands uppá síðkastið. Ég var að enda við að horfa á Everything Is Illuminated, fletti henni upp á netinu og sé að hún kom út á vídjó hérna í maí síðastliðnum. Varla hefur hún þó komið í bíó? Þá er ég alveg mát.

Þetta er annars fín ræma. Ég er reyndar mjög feginn því að hafa ekkert vitað um þessa mynd áður en ég horfði á hana (Marvin henti henni í mig um daginn).. Tékkaði á treilernum þegar myndin var búin og það er, einsog svo oft áður, alltof mikið gefið upp um söguþráðinn.

Þósvo ég freistist stundum til að kíkja, þá eru treilerar alla jafna verkfæri djöfulsins. Ég fer ekkert ofanaf því. Núna í gær horfði ég t.a.m. á Running Scared (sem hafði víst komið í bíó í vetur, að mér forspurðum og óafvitandi þartil í gær) og naut þess að búast ekki við neinu af henni.. þ.e.a.s. að hafa ekki myndað mér skoðun útfrá neinu sem ég hefði séð eða heyrt eða lesið um þessa mynd, burtséð frá myndinni á hulstrinu, sem er mjög generísk.

Sú er mjög skrýtin, og dettur eiginlega oní einum of mikla vitleysu fyrir minn smekk. Hún á það sameiginlegt með Everything Is Illuminated að vera einstaklega stílíseruð, en Everything er ekki að rembast of mikið við að vera töff, og virkar þar af leiðandi ekki eins vitlaus.

Ég horfði á Farenheit 451 með öðru auganu áðan. Var það rétt sem mér sýndist að þau væru að stofna bókasamfélag án bóka? Munnleg geymd í stað texta.. undarleg leið til að skerast undan alvaldinu. En um leið sniðug. Kannske ég hefði átt að horfa með báðum.

Næst á dagskrá er að horfa aftur á Equilibrium. Byssubardagar hó!

-b.

23 júlí 2006

Sushi!

Taisho always have a secret personal history.

You should never ask about this.

19 júlí 2006

Monníngar

Ég skoraði bónusinn fyrir þennan mánuð. Fimmtánþúsund kall, já takk.

Sól og læti, en samt smá rok. Grill á föstudaginn.

Djös hausverkur er þetta samt.

Mér finnst betra að vinna á morgunvaktinni. Er ég orðinn gamall maður?

-b.

17 júlí 2006

Það er kominn mánudagur!

Deadwood, sjötti þáttur.

Entourage, sjötti þáttur.

..og þetta eru góðir fælar í þetta skiptið. Af prufunum að dæma, ég hef ekki horft á þá í gegn ennþá. Þreytti gaurinn.

-b.

Um Entourage (og geispað inní Hjálma)

The trick of the series is to blur what is on the show and what is outside the show. Nominally about the exploits of a freshly minted celebrity and his cronies from back-in-the-day, Entourage is "about" the very industry that makes the show itself. And so the real world subject matter of the show is constantly intruding into the fictional world it creates: "real" celebrities play themselves mixing with the "fake" celebrities on the sets of made-up movies shot by real directors. We've seen this before, of course, in movies by Robert Altman for example. The difference here is the complete absence of satire. Entourage takes as a given our love of celebrity culture and its industry of images; it just finds nothing in that love to criticize. Rather, it makes celebrity culture all the more alluring for being turned into an aesthetic artifact. After all, what we watch on Entourage is not the tedium of reality itself. Even the "real" celebrities are playing themselves as characters in delicately crafted narratives. Rather, we watch artfully done 24-minute nuggets that serve us our favorite object of interest.

Ég hef oft reynt að koma því í orð hversvegna ég fíla þessa þætti svona mjög, og þá ekki síður til að útskýra það fyrir sjálfum mér en fyrir öðrum, en sjaldan getað stamað útúr mér öðru en ,,þetta.. þúveist.. þetta er bara svo kúl!"

En þetta er ágætis punktur.

Hann minnist þarna á Weeds, sem ég skil ekki hvernig fólk nennir að horfa á, og síðan Brotherhood, sem maður ætti kannske á líta á..

Annars eru Entourage og Deadwood að renna inn hérna í rólegheitunum. Reyni að kíkja á þann fyrrnefnda áður en ég lognast útaf. Skiptivaktir. Urgh.

Svaf yfir mig í morgun og sjoppan opnaði ekki fyrren klukkan átta, rétt tæplega. Hélt fyrst að ég hefði bara sofið af mér vekjarann, en þegar ég prófaði hann í vinnunni komst ég að því að hann er eitthvað bilaður.. Síminn hringir ef það er hringt í mig, en bæði vekjarinn og áminningar-tólið gefa bara frá sér smá píp og svo ekkert meir.

Svo ég hjólaði mér niðrí bæ og keypti gamaldags vekjaraklukku fyrir þúsundkall í Pennanum. Svona með skífu og takka oná, og gengur fyrir einu AA batteríi.. svipað og gaurinn sem ég átti þegar ég bar út Moggann. Hversu oft ætli ég hafi sofið yfir mig í þá tíð? Ansi oft. Það held ég.

-b.

15 júlí 2006

Guns



Kemur út í kvöld.

Enn ein kvöldvaktin fyrir mig á eftir. Mikið er ég orðinn þreyttur á þeim.

-b.

[Seldist í rúmlega 113.000 eintökum fyrstu 'vikuna'. Fokkjess!]

13 júlí 2006

Úr Homicide

Já og ég var að klára Homicide: A Year on the Killing Streets í vinnunni í dag. Nú verð ég að redda mér annarri góðri bók.. En hérna er smá kafli sem mig langaði að færa upp:
     A dying decleration, the lawyers call it - admissible evidence in a Maryland courtroom if the victim is informed by a competent medical personnel that he is dying or otherwise indicates that he believes himself to be dying. And while it's not uncommon for homicide victims to make dying declarations, it is a rare and special moment when those utterances are at all helpful to a detective, not to mention relevant.
     Every homicide detective has a favourite story involving a murdered man's last words. Many of these tales center on the code of the street and its observance even at life's end. One involves the last moments of a West Baltimore doper, who was still talking when the officers arrived.
     "Who shot you?"
     "I'll tell you in a minute," the victim declared, presumably unaware that he had about forty seconds left to live.
     Having suffered deep stab wounds to the chest and face, one dying man claimed to have cut himself shaving. Another victim, shot five times in the chest and back, assured officers with his last breath that he would take care of the problem himself.
     But perhaps the most classic dying declaration story belongs to Bob McAllister. Back in '82, during his first weeks as a homicide detective, Mac had worked a long detail case with other detectives and had been secondary on a few calls, but otherwise he was pretty green. In the hope that he'd learn from a veteran, they paired him with Jake "the Snake" Coleman, alias the Polyester Prince, a gravel-voiced, bantamweight detective of legendary proportions. And so, when the call came for a shooting on Pennsylvania Avenue, Jake Coleman was out the door with McAllister in tow.
     The dead man at Pennsie and Gold was named Frank Gupton. McAllister can remember the name without hesitation; he also remembers that the case is still as open as the day is long.
     "He was alive when we got there," said the first officer at the scene.
     "Oh yeah?" said Coleman, encouraged.
     "Yeah. We asked him who shot him."
     "And?"
     "He said, 'Fuck you.' "

Jess!

Entourage er dottinn aftur í gírinn! Halelúja!

Hvað ætli það kosti að fara með árabát til Danmerkur?

-b.

Laup

Beverly Hills níu núll tveir einn núll: Þar sem söbtextinn er fyrst páraður í loftið og þvínæst sagður í beinum orðum, svo hann fari nú örugglega ekki framhjá neinum. Eiturlyf eru slæm. Foreldrar þínir vita hvað þér er fyrir bestu. Maður þarf að vera næs við nördana. Þunganir unglingsstúlkna eru.. öö.. vandræðalegar?

Mikið er ég annars svalur að ráðast á beverly hills. Hvað verður það næst? Kalla Kaffi?

En talandi um sjónvarp, þættirnir eru komnir upp. Almennilegir fælar í þetta skiptið:

Deadwood, fimmti þáttur.

Entourage, fimmti þáttur.

Mig vantar aukavinnu.. ennþá meiri aukavinnu. Og svo framvegis. Skulda ég sjóvá almennum pening núna eða hvað? En ég er að skipta um vakt, þannig að ég næ nokkrum aukadögum áður en mánuðurinn er úti.

Þarf bara að fara að panta. Ómögulegt að ýta þessu svona á undan sér endalaust.

-b.

12 júlí 2006

Bensínstöðvarnar

9. "If you're having car trouble, you're in the wrong place."
The days of the local gas station staffed with a skilled mechanic have all but come to an end. Station owners are swapping car lifts for beverage cases and car washes, anything that brings in a high-volume stream of income and traffic, says Dennis DeCota, executive director of the California Service Station and Automotive Repair Association. The more people who pull over for a soda, the greater the chance they'll top off their tank and vice versa, the thinking goes. Few owners want the hassle of a business like car repair even if it earns the same amount of money as a convenience store.

In addition, repairing cars is increasingly expensive, and the ill will and potential liability from a fix-it job gone wrong are more of a headache than many owners are willing to risk. Today a service station can require $100,000 worth of diagnostic equipment, a significant investment. It's a risky venture with little payoff, says Southern California station owner Arabshahi. In fact, Arabshahi removed the service station from one of his locations after he bought it. "I don't have a service station because I am not a mechanic," he says. "If he messes up a job, then it's my name on there."

Þessi listi í heild sinni er reyndar ekkert markverður, en það er svo sannarlega rétt að bensínstöðvar hafa ekki lengur áhuga eða efni á að halda uppi starfsfólki sem kann að sýsla eitthvað í bílum eða tólum sem það þarf til þess. Ef þú þekkir almennilega inná gangvirki bifreiða þá geturðu að öllum líkindum reddað þér betra djobbi en á bensínstöð, og ef rekstrarstjórar stöðvarinnar ætla að hleypa viðvaningum í bílaviðgerðir þá býður það bara uppá aukið vesen og skaðabótakröfur. Útimönnum á bensínstöðvum er bannað að koma nálægt neinu sem þarf að skrúfa í sundur, hvað þá flóknari aðgerðum.

Já heyrðu, ég þarf að fara að koma mér í vinnuna..

-b.

Til-gerð og út-ferð

No profession is as sterile as that of literature. Yet pretense is so valuable in the world that with its aid even literature becomes edifying. Pretense is the soul, so to speak, of the social life and is an art without which no other art of faculty, considered according to its effects on the human mind, can be perfect. Consider the fortunes of two persons, one of true value in every way, the other of false value. You will find that the latter is more fortunate than the former; indeed the false one is usually fortunate, the true one unfortunate. Pretense makes an effect even if truth be lacking, but truth without pretense can do nothing. Nor does this arise, I think, from our evil inclinations, but because bare truth is always an impoverished thing, and hence if we would delight or move men we must use illusion and heightening, and promise more and better than we can give. Nature herself is an impostor with man, and renders his life likeable and bearable chiefly by means of imagination and illusion.


He talks of San Francisco, he's from Hunter's Bar
I don't quite know the distance
But I'm sure that's far
Yeah I'm sure that's pretty far

And yeah, I'd love to tell you all my problem
You're not from New York City, you're from Rotherham
So get off the bandwagon, and put down the handbook
Yeah, yeah, yeah

Það má skilja orðið ,,pretense" bæði sem ímyndun og sem tilgerð, en maður veltir sambandinu þarna á milli fyrir sér þegar þessi steríótýpíski óþolandi listamaður skýtur upp kollinum; býr til góða mússík, skrifar flottan texta eða hvað það nú er, en er um leið svo tilgerðarlegur að mann langar helst til að sparka í eyrað á honum. Þetta verður síðan enn skemmtilegra þegar tilgerðin gengur útá það að varpa fram ímynd tilgerðarleysis, og mér dettur í hug gröndsið.

Málið er samt að maður getur fyrirgefið tilgerðina í góðum skríbentum eða músíköntum einmitt vegna þess að þeir eru að minnsta kosti að skapa eitthvað af viti á milli þess sem þeir pósa. Eymingjar sem nota stór orð um sjálfa sig en skila engu í hugmyndakassann ættu hinsvegar að leggja frá sér skrifblokkina hið snarasta og hlusta á gaura sem vita hvað þeir eru að gera.
Og þá sérstaklega þegar þeir semja svona ný-póst-rómantíkur gemsaljóð sem hægt er að dansa við:
And she won't be surprised, no she won't be shocked
When she's pressed the star after she's pressed unlock
And there's verse and chapter sat in her inbox
And all that it says is that you've drank a lot


_____

Já, afsakið þessa ofkvótun, en ég bara hætti ekki að hlusta á þessa plötu. Cloud Cult eru líka ofarlega á lista, og Iron and Wine og Calexico eru ennþá að virka. Sei sei.

_____

Í dag tæmdi ég Jack Daniel's sparibaukinn minn og hann dugði rétt rúmlega fyrir sendingargjaldinu á pappírunum sem ég þurfti að koma til Danmerkur í dag. Tók yfirdrátt til að geta sent víxil á íbúðabatteríið og sendi í ábyrgðarpósti, afrit af samþykktarbréfinu frá KU og undirritaður leigusamningur fóru sömu leið, og umsókn um stúdentakort hjá KU var síðan send nokkrum vikum of seint. Steingleymdi að senda þetta um hæl þegar ég fékk bréfið.. vona að það verði ekki of mikið vesen. Mestar áhyggjur hef ég af þessari peningagreiðslu, en það vantaði reikningsnúmer á gíróseðilinn sem þeir sendu mér og þegar ég reyndi að hringja þangað klukkan korter yfir eitt var nýbúið að loka (kl. 15:00 á þeirra tíma).. en liðið í Glitni sagði að þá væri þetta bara málið, fyrst ég vildi koma þessu frá í dag. Og það var sko alveg stefnan.

Fattaði engan veginn að þessi trygging yrði svona há.. ég kem sko ekki til með að eiga neinn pening fyrren næsta sumar, í fyrsta lagi.

..og ef einhver myndi segja einmitt núna ,,réttið upp hönd ef ykkur fannst stangið hans Zidane vítavert", þá myndi ég að öllum líkindum ekki rétta upp hönd. Myndi jafnvel frekar blóta þessum einhverjum á bjagaðri frönsku og berja síðan í borðið. Með enninu. Annars ætla ég ekki að tjá mig um þetta frekar, enda eru vellir til þess allstaðar annarstaðar.

-b.

10 júlí 2006

Alltaf á mánudögum

Vitleysingar liggja niðri einsog venjulega. En ég er nú samt búinn að henda þáttunum uppá netið:

[Eitthvað vesen með þessa helvítis þætti.. er að möndlast í þessu.]



Þeir voru skuggalega fljótir að detta inn hjá mér, en ég hef reyndar ekki tékkað á fælunum ennþá þarsem ég er að fara í vinnuna rétt strax. Væntanlega er nú í lagi með þetta samt.

-b.

Youtube rölt

Gaur sem mime-ar lagið 'Torn'. Mér finnst þetta miklu fyndnara en það ætti að vera.

Bush og Blair syngja 'Gay Bar'.

,,I have to stop zombie Tupac from releasing another album from beyond the grave".

-b.

08 júlí 2006

Ask a Ninja

Follow the advice of my grandmother, who said: ,,Stab first."

..I don't know the second part, because I stabbed her.

Umfjöllun hans um Pirates of the Caribbean: Dead Man's Chest er líka helvíti góð.

-b.

07 júlí 2006

NextWave

Vaknaði klukkan rúmlega átta í morgun, eftir að hafa sofið í.. hva, ellefu tíma eða eitthvað. Þessar morgunvaktir sko. Ekki að gera sig.

Var að byrja að lesa NextWave-ið hans Ellis (,,Healing American by beating people up"), en ef það er eitthvað sem hann gerir vel þá eru það klikkhausa-mónólógar:



Ég veit ekki með ykkur, en New Jersey sló því út fyrir mig. Maður verður bara að halda áfram að lesa. Reiði elskar Hatur og Hatur elskar Reiði. Frábært.

-b.

06 júlí 2006

Framasjálfsmorð

..gætu þeir kallað þetta.

Eða kannske bara listfengið hliðarspor eftir hressilegan meginstraums-sundsprett með Kick the Ball With Your Foot! ?



-b. (farinn útí sólina)

05 júlí 2006

Rússinn

Hver er það sem drepur ömmu Rauðhettu?



Fundið hér.

Helvískur vinnudagur í dag. Frakkarnir unnu. Á morgun er síðasti, svo smá frí. Annars líður mér nokkuð vel bara, takk fyrir.

-b.

03 júlí 2006

Sko,

það eina sem ég þarf að gera í þessu djobbi, svona í stórum dráttum, er að passa að kassinn sé réttur. Ef það fara jafnmiklir peningar í bankann og kassinn segir mér að ég hafi tekið inn, þá eru allir sáttir.

En þetta ætlar ekki að ganga. Og ég fokking skil þetta bara ekki.

Ég lenti aldrei í þessu síðasta sumar, og allar vaktirnar sem ég tók í vetur, það var aldrei neitt svona uppá teningnum. En eftir að ég tók hana Pálínu í þjálfun hefur vantað uppá kassann frekar en hitt. Í dag var það tæpur fimmþúsundkall. Um daginn fimmtánhundruð og þaráður rúmur þrjúþúsundkall. Ég væni engan um þjófnað, en mig grunar að það sé eitthvað vitlaust slegið inn. Einhverstaðar.

Vandinn er bara að það er ómögulegt að finna svona gallaða færslu - hún stingur ekkert í stúf við hinar.

Og þetta er sérstaklega amalegt því mér er svo að segja skítsama um þetta fyrirtæki, og þetta djobb er bara út sumarið, einn og hálfan mánuð í viðbót, en fyrst ég er að þessu þá vil ég gera það rétt. Þetta er eitthvað sem ég á að bera ábyrgð á.

Svo þetta fer ofboðslega í taugarnar á mér.

Meira en dólgslegir kúnnar, meira en launadeildin, sem heldur áfram að borga mér fyrirfram þósvo að ég hafi aldrei beðið þá um það, meira en það að þurfa að hanga inni og blíba kók og sígó á meðan sólin skín úti.. Það er allt eitthvað sem ég get skilið eftir á snaganum þegar vaktin klárast. En ég á erfiðara með þetta.

Fokking fokk.

..einsog skáldið sagði.

______

Já og ég fékk íbúðina sem mér var boðið og ég þáði.

Jei!

Málið er að þósvo mér hafi verið boðin þessi íbúð, þá var ég annar á lista yfir tvo einstaklinga sem fengu þetta tilboð. Eitthvað skrýtið system hjá þessum Dönum, hann Ýmir lenti í því sama. En þetta er semsagt í höfn. Á sama tíma fæ ég bréf frá Görðunum, þarsem ég er minntur á að koma og skrifa undir áframhaldandi leigusamning. Þá get ég væntanlega komið við hjá þeim blessuðum og sagt þessu upp.

Maður er bara á leiðinni. Ha?

-b.

eldaMennska

Nú er gómsætt gómsætt deig að hefast inní kæli. Á morgun baka ég ljúffenga ljúffenga kjúklingapítsu.

-b.

Pása

Hallur skilaði gamla lappanum mínum núna í dag. Ég ræsti hann jafnhliða nýja gaurnum núna áðan, er búinn að tékka á póstinum og opna netið, og hann er ennþá að hlaða inn vindósinu.

Nei bíðum við.. jæja það virðist hafa klárast núna rétt í þessu. Ég skrifaði hálfa BA ritgerðina mína á þennan jálk. Man að ég fór jafnan framúr á morgnanna, ýtti á 'ON' og fór í sturtu. Var orðinn svo vanur því að þurfa að bíða í öld að ég tók þessu sem sjálfsögðum hlut.

Vinnan í dag var ómarkverð, fyrir utan það hversu óskaplega lítið var að gera. Og svo er ekkert að ske. Vinna aftur eftir sjö tíma tæpa.

-b.

02 júlí 2006

Hver er á fyrstu höfn?

Nú hef ég oft heyrt vitnað í þetta fræga skets, ,,Who's on first", með Abbot og Costello, en ég hafði aldrei séð það fyrren núna áðan. Það er hérna á googlevideo, og er bara helvíti gott. Greinilega þrautæft, en besta augnablikið er nú samt þegar þeir klúðra rútínunni aðeins um miðbikið.

Vídjó-stömbl, enn og aftur.

-b.

01 júlí 2006

Hver er þessi Ryan?

Geoff Klock hefur spilað dálítinn Snake á Nokiann sinn:

I think the game shows a great sense of Gnostic fatalism. The snake is constantly in motion, unable to stop or even slow down. There are only three options: the snake can crash into the walls or itself (Game Over); it can perpetually avoid the apple (playing while avoiding racking up any points); or it can grab the apple only to have another and another instantly appear (the game proper). The first is choosing death. The second Lacan would call the drive avoiding the lure of the object-cause of desire: basically asceticism. The third is what Lacan would identify as the metonymic structure of desire, basically the fact that we never want something, but always something else.

Svona á að lit-blóka.

Annars á margt af þessu við um aðra tölvuleiki.. endaleysið og aukin hætta við hvert skref áfram. Það merkilegasta við Snákinn er að hann er sá eini sem er inní kassanum, og er hættulegur sjálfum sér. Sinn eigin óvinur. Það virðist sem einhver utan kassans hafi áhrif - eplin birtast úr þurru lofti - en það eru aldrei neinar gildrur eða þessháttar. Það eina sem sett er fyrir gaurinn eru frekari freistingar.

En ég ætla ekki að blaðra um Snake. Það er bara heimskt. Ha!

...

Við Ýmir og Davíð gláptum á myndina Code 46 um daginn. Fín mynd. Davíð minntist á hana um daginn á Vitleysingum, eða píkuna sem maður sér í henni öllu heldur.. En þetta er skemmtileg mynd því þetta er saga um tvær manneskjur sem gera uppreisn gegn útópísku alvaldi, en þetta alvald, ,,Sfinxinn", er ekki sett fram í slæmu ljósi. Slagorðið virðist vera ,,The Sphinx knows best", og það kemur í ljós oftar en einu sinni að þær reglur og takmarkanir sem valdið setur eru hlutaðkomandi fyrir bestu.

Takmark aðalpersónanna, og það sem kerfið reynir að hindra þau í að framkvæma, er ekki einhverskonar pólitísk uppreisn gegn harðstjórum eða frelsun upplýsinga eða þessháttar, heldur.. ja, sifjaspell. Blóðskömm. - Í gegnum nýmóðins leiðir sem hljótast af klónun og fjöldaframleiðslu manneskja, að sjálfsögðu. 'Frelsið til að haga sér óskynsamlega', sem hefur verið skoðað allnokkrum sinnum í misgóðum dystópíum, er komið á frekar grátt svæði þarna.

Og hún er líka bara flott. Öll þessi framtíð er sett fram á látlausan og náttúrulegan hátt. Hún fær mitt ókei.

-b.