19 mars 2007

Því hann er gæðadrengur

Auðvitað gleymdi ég að óska Halli til hamingju með vel heppnaða opnun á myndlistarsýningu núna á laugardaginn. Skál Hallur!

Hversu kaldhæðið er það að ég hef verið að koðna niður í skammdegisþunglyndi í vetur, og svo þegar sólin kemur þá stingur hún mig í augun og mér líður ekki einsog manni fyrren gengin niður? 6 til 8 á skalanum einn til tíu.

Og hún Katrín spilar Phil Collins, ,,Against All Odds," og msn-ið hennar segir dúlírúp í hvert skipti sem eitthvað gerist. Mér líður einsog ég sé veikur en ég veit ekki hvort það er nokkuð að marka það því mér líður alltaf einsog ég sé veikur uppá síðkastið.

Dúlírúp.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk Bjössi, og skál.

Þú ert ekkert veikur. Bróðir minn er með streptókokka. Það er veikur.
Against all odds. Fínt lag.
Dúlírúp. Gott sánd. Brian Eno samdi windows sándin. Góð sánd.
Fáðu þér hund. Eða bavíana. Svaka fjör.
Dúlírúp.
hk

Björninn sagði...

Ég er eiginlega hálfhissa á því að Gunnar hafi ekki náð sér í stóru-bólu eða spænsku veikina af öllu þessu klifri aftur í aldir. Það versta sem ég á von á er vírus.. svo ég er alveg sammála þér, ég hef það mun betur en hann.

Ég heyrði að þú hefðir selt verk á opnuninni! Kúdós maður.

Nafnlaus sagði...

Já, eitt verk. En það er ekki nóg, engan veginn. Það skríður uppí kostnað. Ég sem ætlaði að verða ríkur á þessu brölti.
hk

Björninn sagði...

You and your get-rich-quick schemes..