Franski heimspekingurinn og félagsfræðingurinn Jean Baudrillard er látinn, 77 ára að aldri. Baudrillard lést á heimili sínu í París eftir langvarandi veikindi. Baudrillard var þekktastur fyrir hugmyndir sínar um ofurraunveruleika en hann var talinn einn af fremstu hugsuðum póst-módernismans og þekktur fyrir ýmis ögrandi ummæli um heimsmálin.
Baudrillard sagði nútímann einkennast af óljósum mörkum raunveruleika og blekkingar. Birtingarmyndir hans í fjölmiðlum, auglýsingum og öðrum miðlum yrðu raunverulegri en hann sjálfur og þar af ofurraunverulegar. Baudrillard sagði hlutina ekki gerast nema maður sæi þá gerast. BBC segir frá þessu.
Ég er reyndar ekki sjúr á þessari niðursuðu, en það er allavega gott hjá þeim að taka fram að BBC hafi sagt frá.. Maður gæti annars spurt sig hvort fréttaritari hafi verið á staðnum í eigin persónu. Þótt það hefði e.t.v. ekki breytt neinu um raunveruleika atburðarins, nema fyrir hann sjálfan.
-b.
2 ummæli:
Sitt lítið af hvoru.
Þú ert sólargeislinn minn, Davíð. Innum gluggann kitlar nefið mitt..
Skrifa ummæli