19 mars 2007

Klassík [(2000)]



Hann Ívar útskrifaðist í dag, eða var allavega með útskriftarveislu í Óðinsvéum. Ég komst ekki, illu heilli. En til hamingju með daginn Ívar!

Og til hamingju með daginn Egill! Hann á afmæli í dag. Eða í gær.

Annars er ekkert að ske. Spánverjar berja mig í Civ. Ze kláraði árið sitt í gær. This Movie is Not Yet Rated byrjar vel. Vinstri grænir standa í vegi fyrir því að fólk geti keypt bús í Hagkaupum. En er ég að skilja þetta rétt: Málið er tekið af dagskrá afþví menn nenna ekki að tala um það? Idjotar.

Ég ætla samt að mæla með viðtalinu við Fraction. Þrátt fyrir allt. Hann hefur undarlegan talanda..

-b.

2 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Lengi lifi fulltrúalýðræði!

Björninn sagði...

Þú sagðir það Davíð.

Var það ekki Churchill sem sagði að lýðræðið væri versta hugsanlega stjórnarformið, fyrir utan öll önnur sem reynd hafa verið? Hann sagði það bara betur, og á ensku. Hnyttni bastarður.