Ég hitti frændfólk Halls í Bilku hérna um daginn. Það var svona nett óþægilegt því ég hef hitt þau nokkrum sinnum en veit varla hvað þau heita, hvað þá annað. En það er alltaf seif að spjalla um þann sem allir þekkja svo ég minntist á sýninguna hans Halls. Þau spurðu hvort ég hefði fengið að sjá myndirnar og ég hváði við. Ég bjóst við því að karlinn hefði sent mér myndir ef þær væru til. Sendi honum skorinorð skilaboð og hann tölvupóstaði myndum til mín um hæl.
Hérna er ein:
Þarna eru tveir höfðingjar að ræða eitthvað rosalega merkilegt. Í baksýn er eitt af verkunum hans Halls, en ég tók eftir því á annarri mynd að það er svipaður appelsínugulur geisli í nokkrum öðrum verkum. Minnti mig sterklega á Bluebeard eftir Kurt Vonnegut:
Bókina samt, ekki kápuna. Hún fjallar um listmálara sem fer í taugarnar á fólki með því að mála abstrakt myndir af appelsínugulum geislum. Samlíkingin endar samt þar, og nær reyndar varla hálfa leið því ef ég man rétt þá málaði maðurinn bókstalega ekkert annað en appelsínugula geisla. Áður hafði hann verið í sérstakri listamannahersveit í seinna stríði.. Helvíti fín bók. Allir ættu að lesa Vonnegut.
Leitt að ég skyldi ekki geta mætt Hallur, en þetta lítur glæsilega út hjá þér!
Nú er annars gleðidagur og sorgardagur, bæði í senn. Síðasti þátturinn í 3. seríu af Battlestar Galactica og allrasíðasti þátturinn í Rome eru komnir í tækið. Kíkjum á þetta..
-b.
4 ummæli:
Best gæti ég nú trúað að Hallur gæti tekið þessa samlíkingu aðeins lengra miðað við reynsluna sem hann varð fyrir á föstudag! A.m.k. fór þessi frábæra málaralist eitthvað fyrir ofan garð og neðan hjá bölvuðum verðbréfaplebbunum sem örkuðu um salinn þennann eftirmiðdag. En ég hef ekki lesið bókina.
-Ingi
E.S.
fín mynd hehe
Bjössi minn, ef þetta er frændfólk Halls í hans föðurætt þá er það líka skyldfólk þitt, því þið Hallur eruð frændur í föðurættina þína, afkomendur Eyjólfs tíkarsprengs Gestssonar bónda í Vælugerði í Villingaholtshreppi. Það eru líka fleiri góðir menn, eins og ég og Steini spil og fleiri og fleiri....
Æ já hvernig læt ég.. Við erum nú allir frændur, þannig, en það er gaman að við Hallur skulum mætast í Eyjólfi. Þetta tiltekna frændfólk hans (okkar) er hinsvegar í móðurættinni hans, svo það er spurning hversu langt maður þarf að sækja það.
Og nú hjálpar Íslendingabók mér ekki neitt því ég man ekki hvað fólkið heitir.
Hvaða aular voru að mæta á þessa sýningu eiginlega? Tisk fisk.
Mikið er spjallað.
Þú ert sennilega að tala um Krissa og Krissu. Grínlaust, svo erfið voru þau nöfn. Kristján móðurbróðir, sko.
Takk fyrir að benda á þessa bók Bjössi. Les hana.
-hkh
ps. og sannlega, það var ekki gaman á föstudaginn, allavega í þessu plebbapartíi.
En þeir naga sig í handarbökin eftir að hafa séð þriðjudagsútgáfu viðskiftablaðsins.
Skrifa ummæli