12 febrúar 2008

Terpentína 2008 - týndu upptökurnar

Nú geta neytendur alnetsins loksins lifað sig inní bústaðarferðina síðustu, með því að hlusta á týndu upptökurnar sem ég fann á sama stað og ég setti þær þegar ég kom heim úr bústaðarferðinni. Alls tók ég upp rúmlega fimm klukkustundir (líklega nær sex), en þar af voru fjórar eintómar hrotur og myrkur þegar ég gleymdi tækinu í gangi og sofnaði uppá lofti á föstudagsnótt. Ég klippti út svoleiðis vitleysu, sem og allt tal um lauslátar stelpur, ólöglegt athæfi og húmor sem gæti brennt mannorð okkar niður fyrir núllpunkt.

Byrjunin (4:40, tæp 4mb)
Björn opnar - Egill kveður - Davíð telur sig hljóma asnalega, og segir sögu - Víðir ræðir eiturlyf og ferðin er nefnd.

Kynning (3:15, 3mb)
Davíð skiptir um tónlist - Björn segir fimmaurabrandara - menn kynna sig og sitt

Menn vilja vita osfrv. (2:01, tæp 2mb)
Rætt um rokkballöður - upprifjun á lagi sem gerði allt brjálað í Skaftahlíðinni - þögn til að gefa til kynna týndan tíma í bústað - tilfinningar sem brutust fram þegar áðurnefnt lag heyrðist óvænt í útvarpinu á leiðinni heim

Lagið tekið (3:53, tæp 4mb)
Let us die young or let us live forever - öllum líður vel og færðin er of góð fyrir suma - strákarnir taka lagið - var þetta ekki bústaðurinn eða?

Lagið tekið aftur (6:44, rúm 6mb)
Enn taka strákarnir lagið - það vilja allir bara lifa að eilífu, grátandi í fjólublárri rigningu - færðin þyngist - hvar er þessi bústaður maður? - Davíð lýkur laginu með stæl

Gamansögur (3:49, tæp 4mb)
Egill les úr Íslenzkri fyndni - menn gantast sín á milli um höfuð og kynfæri

Hlutaðeigandi láta mig náttúrulega bara vita ef þeir vilja láta fjarlægja eitt eða annað.. annars held ég, einsog ég kom inná áðan, að ég hafi fjarlægt allt sem gæti orsakað hjónaskilnað, útskúfun og dauða.

-b.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér fannst flott þegar Davíð segir; hvar er vegurinn. og þá köttast upptakan.

Björninn sagði...

Já, takk fyrir það.. ég var frekar ánægður með þá klippingu.

Nafnlaus sagði...

Það er einhver ógæfa yfir þessu...

-Ingi

Nafnlaus sagði...

Þetta er eins og langdregið upphaf á unglinga road-trip hrollvekju. Maður bíður í sífellu eftir því að zombíarnir birtist út úr kófinu og skelli á framrúðunni! "Let us die young or let us live forever"

-Ingi

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Æðisgengið. Svo mikil hamingja.

Björninn sagði...

Það er annaðhvort hrollvekja eða hamingja. Eða hvortveggja. Mikið gleður það mig annars að það vilji einhver hlusta á þetta, ég verð greinilega að halda þessu áfram..

Fælarnir eru annars ekkert of stórir? Ég var ekki viss um hvort sex meg væru stór biti í sumar nettengingar.