Við Davíð og Sævar kíktum á There Will Be Blood sunnudagskvöldið síðastliðna. Hún er þrælmögnuð maður.. Svo kom þessi spurning upp einhverstaðar, hvor er nú betri, hún eða No Country for Old Men. Betri og verri er voða erfitt finnst mér. Eða. Barton Fink er betri en The Flintstones, en er hún betri en Miller's Crossing? Það er einhvernvegin sanngjarnara að bera saman myndir þarsem sama fólkið kemur að, eina Cohen mynd við aðra eða tvær Anderson myndir.. Er TWBB betri en Boogie Nights? Báðar eru betri en Hard Eight.
Betri verri er voða erfitt og varla þess virði að rausa um það.
Og það hlýtur að skipta máli hvernig maður horfir á myndirnar, hvar maður sér þær, með hvaða fólki. Ég sá TWBB með tveimur vinum mínum í þéttum bíósal, en NCFOM einn míns liðs á tölvuskjá. Og ég vildi eiginlega óska þess að hafa séð þær báðar í kvikmyndahúsi. Ég var að hugsa útí þetta og ég hugsa að ég hefði horft á There Will Be Blood á tölvunni ef ég hefði komst í hana áður, en að sama skapi hefði ég væntanlega farið á No Country for Old Men í bíó hefði hún komið í hús á skikkanlegum tíma. Ég vil hluti núna, ekki seinna. Netið lætur yfirleitt allt eftir mér, ég er spilltur. En svona er það bara.
Er No Country betri en Fargo betri en Big Lebowski betri en Miller's Crossing? Þær eru allar bestar. Sú síðastnefnda er samt mitt uppáhald. Sjitt hún er æði. Og aldrei sá ég hana í bíó.
En myndin er snar. Við Sævar sáum báðir Jóakim Aðalönd við varðeldinn, sem var gaman. Var það þetta sem ég vildi segja um hana? Feh, vinnan er búin í dag. Ég verð að kíkja eitthvað og gera hlut.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli