Ég kláraði Laxdælu núna í morgun. Hún var svona svona.. Njáluyfirferðinni fer að ljúka. Ætli það sé ekki Hringadróttinssaga næst? Það er nú eitt fyrirtæki.
Nóg að gerast í vinnunni líka. Ljóðaslamm í dag, hljóðprufur í gær, myndlistaropnun á morgun og vetrarhátíð með meiru. Ég fæ víst nóg að vinna.
Hróarskeldan hækkar hægt og rólega í verði eftir því sem nær dregur og krónan lækkar. Og Svíþjóðarferð gæti verið gó vikuna eftir páska. Sævar segist vera að fara til Kína um miðjan apríl til að vera í fimm vikur. Davíð hefur talað um að fara til útlands. Ég sem er nýkominn heim og ætti að geta unað við mitt, ég væri alveg til í að kíkja eitthvað og vera.
Danmörk heldur áfram að senda mér tölvupóst. Hún saknar mín.
Það er kalt úti. Og snjór. Ég fékk þá flugu í hausinn í morgun að vera ekkert að moka af bílnum og taka bara strætó í vinnuna. Það gekk þrusuvel. Ég hef einhvernvegin komist inná það hugarfar að ég verði annaðhvort að keyra eða hjóla í vinnuna.. En í þynnkunni núna á sunnudaginn hugkvæmdist mér að taka strætó heim. Svona geta timburmennirnir verið ráðagóðir.
Og ekki spillir að ég á svona frítt-í-strætó-fyrir-stúdenta kort, jafnvel þótt ég hafi ekki setið einn kúrs svo vel megi kalla í vetur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli