22 febrúar 2008

Dagar víns og tilhlökkunar

Ég setti svona lítinn teljara hingað á hliðina. Hérna til vinstri. Ekki að ég sé neitt að fara framúr klukkunni af eftirvæntingu og vilji spóla mig niður, heldur er þetta nú meira til að setja smá stemmara í blandið.

Það eru komin ár og dagur síðan ég taldi niður að einhverju. Svona er lífið nú skemmtilegt.

Já og Slayer voru að tilkynna komu sína. Ég hugsa að ég verði ekki eini gaurinn sem tekur lúft-Guitar Hero&trademark; sóló í tilefni af því.

-b.

Engin ummæli: