Ég læt það fara í taugarnar á mér þegar Íslendingar skrifa enskar línur á íslensku. Ég er farinn að halda að ég sjái þennan tendens í skrifum sem innihalda ekkert slíkt, að ég sé beinlínis farinn að leita að þessu. Á móti kemur síðan að ég les miklu meira á ensku heldur en íslensku, og óttast að gerast sekur um þetta sjálfur. Sumt kann að hljóma einsog íslenska fyrir mér vegna þess eins að ég tjúna jafnvel betur inná enskuna en íslenskuna, og tiltekin lína virkar á báða bóga.
En ,,Ég vinn heimavinnuna mína" er skelfing. Ég rakst á þetta í ónefndri bók núna áðan og rauk upp til handa og fóta einsog áramótaspaugsgamlinginn.
,,I do my homework" er dara-daradda.
,,Ég vinn heimavinnuna mína" er dara-daraddaddadda-dadda.
Þetta er ekki flókin stærðfræði. Díses.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli