Ég kann ekki þýsku þannig að ég var að skrifa upp slatta sem ég skil ekki. Eða ég næ orði og orði en það stendur ekki orð oná orði. Og þetta er úr þýskri þýðingu á íslenskri smásögu. Þýska nafnið er Der lebende Freund, sem þýðir.. hvað, ,,ástríki vinurinn"? Er þetta um ofurhugana í Gaulverjabæ?
............
Es waren einmal im 20. Jahrhundert fünf Freunde, die hoch und heilig gelobt hatten, sich am Heiligen Abend des Jahres 2002 im Botanischen Garten in Reykjavík zu treffen. Sie rechneten damit, dass sie vor diesem Termin das Zeitliche gesegnet haben würden, und sicherheitshalber hatten sie sich verabredet, da es passieren könnte, dass sie getrennt würden. Im jenseitigen Gewühl wäre es bestimmt nicht angenehm, jemanden ausfindig zu machen.
Als es so weit war, lebte Vernhard immer noch. Er war unschlüssig, ob er zu diesem Stelldichein gehen sollte, weil seine Freunde ihn wohl kaum erwarteten. Andererseits war er ein wenig gespannt sie zu treffen, und dies war ja im Augenblick die einzige Gelegenheit. Vernhard entschied sich nach einigem Hind-und-her-Überlegen, in den Botanischen Garten zu trotten und abzuwarten, was geschehen würde. Er wohnte ja schließlich ganz in der Nähe auf dem Sunnuvegur, und es lag kein Schnee.
Er packte die Thermoskanne mit Kaffee und ein Brot mit geräuchertem Lammfleisch in seine Badetasche, die schon so betagt war, dass noch Loftleidir darauft stand. Falls er warten müsste. Es war unbedacht gewesen, keine genaue Zeit zu vereinbaren. Außerdem war es ja auch gar nicht sicher, ob die Freunde abkömmlich waren.
Der alte Mann machte die rote Lichterkette an, als er aus dem Haus ging. Er hatte sie wie alle Jahre weider Mitte Dezember in die Eberesche gehängt. Schwer zu sagen, wie ein Mann, der so schwach auf den Beinen war, es schaffte, auf eine Leiter zu steigen. Er dachte auch nicht darüber nach, wie ohne die rote Lichterkette vor dem Wohnzimmerfenster ganz einfach undenkbar. Undenkbar war es auch, jemanden um Hilfe zu bitten. Er war zu der Erkenntnis gekommen, dass es nicht der schlimmste Tod wäre, daneben zu treten und von der Leiter zu fallen.
.............
-b.
6 ummæli:
Gæti mögulega verið innsláttarvilla, í ,,Hind-und-her"? Ég þekki þetta a.m.k. sem ,,hin und her".
Röflröfl.
Nei, þetta er svona á síðunni. Svo að villan er a.m.k. ekki mín megin. En fyrst þú ert svona læs viltu þá ekki segja mér hvað textinn fjallar um?
Ég er soldið forvitinn.
Vinurinn sem var lífs (eða lifandi vinurinn eða eitthvað ámóta).
Fimm vinir höfðu, um miðja 20. öld, svarið dýran eið þess efnis að hittast á jóladagskvöld árið 2002 í grasagarðinu í Rvk. Þeir gerðu ráð fyrir því að hafa misst allt samband sín í milli er að þeim tíma kæmi.
Vernharður var einn þeirra, og enn lifandi. Hann var ekki viss hvort hann ætti að fara, en eftir nokkrar bollaleggingar ákvað hann að slá til. Hann bjó jú í nágrenninu, á Sunnuvegi, og enginn snjór var á jörðu.
Hann pakkaði hitabrúsa með kaffi og brauð með hangikjöti í sundtöskuna sína. Hún var það gömul, að á henni stóð ,,Loftleiðir". Þetta gerði hann til öryggis, ef hann þyrfti að bíða. Þar fyrir utan var hann alls ekki viss um að hinir myndu láta sjá sig.
Gamli maðurinn kveikti á rauðu jólaseríunni, um leið og hann fór út úr húsinu. Eins og öll önnur ár hafði hann hengt hana í þakrennuna. Það er erfitt að segja til um, hvernig maðurinn, sem ekki var fótsterkur, gat klifrað upp stigann. Ómögulegt var að hugsa sér stofugluggann án rauðu seríunnar. Óhugsandi var sömuleiðis að biðja sér hjálpar. Hann var kominn að þeirri niðurstöðu, að fall úr stiganum væri ekki versti mögulegi dauðdaginn.
Voðalega eru þetta eitthvað miklar b ó k m e n n t i r .
Þetta er almennilegt! Takk fyrir það, kærlega.
Og jú, þetta eru víst Bókmenntir, ef maður á að taka eitthvað mark á íslenskri samtímakanónu. Þetta er byrjunin á smásögu eftir Steinunni Sigurðardóttur. Ég þyrfti nú að skreppa niður á hæð og gá hvort ég finn ekki íslensku versjónina..
Mín er örugglega miklu betri!
Ég efast ekki um það.
Skrifa ummæli