15 janúar 2007

Þú segir nokkuð

Slavoj Žižek, sitjandi á klósettskál sem ældi blóði fyrir Gene Hackman in The Conversation:
When we spectators are sitting in a movie theater, looking at the screen - you remember at the very beginning, before the picture is on, it's a black, dark screen and then: light thrown on - are we basically not staring into a toilet bowl, and waiting for things to reappear out of the toilet? And are.. is the entire magic of spectacle, shown on the screen, not a kind of deceptive lure, trying to conceal the fact that we are basically watching shit, as it were?

..og það hljómar kannske fáránlega, en þetta meikar sens í réttu samhengi. Manni hefur reyndar oft fundist maður vera að horfa á bölvaðan óþverra, en án þess þó að tengja það heimspekilegum vangaveltum. Þetta er semsagt úr myndinni The Pervert's Guide to Cinema, þarsem þessi snarbilaði spekingur greinir kvikmyndir, sitjandi á settinu þarsem myndirnar voru teknar. Helvíti skemmtilegt dót.

Þakkir til Inga Bjarnar fyrir að láta mig fá hana.

Og hérna er pistill eftir gaurinn, einnig fenginn frá Inga, þarsem hann talar um 24. Ég hef verið að spá í að redda mér þeim þáttum og renna í gegn, svona til að geta verið með. Ég bíð með að lesa þetta sjálfur þangaðtil þá, en hérna er linkurinn fyrir mig og aðra..

-b.

4 ummæli:

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Já! Góður pistill. 24 hefur alltaf nuddað mig illa.

Björninn sagði...

Já helvíti leitt að ég skyldi ekki fá þessa mynd fyrren eftir að ég kom með allt draslið til þín.. en ég lét Má fá hana og Ingi á hana ennþá.

Ég hef einmitt alltaf haft frekar slæma tilfinningu fyrir 24, en ég hef samt bara horft á einn eða tvo þætti, og það er orðið soldið síðan. Það er spurning hvort þetta smelli ef maður byrjar á byrjuninni. Ég er allur um að gefa hlutum séns.

Það er það sem ég er allur um.

Nafnlaus sagði...

Ekkert að þakka Björn! Þakka þér fyrir allt dópið sem ég fékk í staðinn! Það hefur reyndar gjörsamlega eyðilagt síðust daga fyrir mér. Ég þarf í meðferð! Fokkings sjónvarp!
Davíð, þér er velkomið að fá pervertamyndina hjá mér. Ení tæm!
-ingi

[Davíð K. Gestsson] sagði...

Jæja, þá er ekki öll von úti. Þigg lán á pervertamyndinni með glöðu.