23 janúar 2007

Flýtipikk

Eftir að ég uppfærði BIOS-ið á tölvunni minni (einsog frægt er orðið) kom upp nýr valgluggi í start-hnappinum mínum, og þar var fídus til að prógrammera músina á tölvunni. Eða mýsnar, öllu heldur. Ég er með tvær sko. Svona rauðan hnapp annarsvegar og snertiflöt hinsvegar (sem eru vinsælli, en ég nota hnappinn mun fremur).

Allavega, þar tók ég eftir valmöguleika sem ég hef ekki rekist á áður. Ég gat valið um allskonar aðgerðir sem skyldu framkvæmdar með því að smella í eitt af fjórum hornum snertiflatarins. Sjáið myndir:





Flest af þessu er frekar leim. Ég veit reyndar ekki hverju ég myndi koma fyrir þarna ef ég gæti, en það eina sem ég fann nokkur not fyrir var ,,Go to a web page in your default browser." Ég skráði inn sýsli-síðuna mína á blogger.com, þannig að ef ég pikka létt í efra vinstra horn flatarins opnast firefox á þeirri síðu. Eða, ef ég er með firefoxinn opinn, opnast nýr flipi á þeirri síðu. Sem gerir blókskrif pínulítið fyrirhafnarminni. Og það er gott því ég er upptekinn maður, alltaf að gera hluti. Fullt af hlutum.

En allavega, ég vissi ekki af þessum fídus fyrren núna, þannig að ef þið eruð að keyra á svona snertiflatarmús þá er kannske hægt að stilla á eitthvað svipað hjá ykkur. Og mér finnst þetta líka bara sniðugt, svona í sjálfu sér. Eitthvað í ætt við 'mouse gestures' eða flýtihnappa á lyklaborði, en mun einfaldara.

Prógramm!

-b.

Engin ummæli: