21 janúar 2007

Fleirtalan af ,,aði" er þá ,,öð"?

Ef vatn með sítrónum útí er kallað límonaði (og ef við látum það liggja á milli hluta að það ætti auðvitað að kallast sítrónaði), ætti þá vatn með appelsínum útí að kallast appelsaði eða pelsínaði eða sínomaði?

Mig langar auðvitað að kalla það símonaði, en ég get einhvernvegin ekki réttlætt það fyrir sjálfum mér.

Allavega, ég vaknaði núna rétt áðan og blandaði mér könnu af pelsínaði. Vatnið hérna er svo vont á bragðið að ég hálfkúgast við að drekka það dræ, enda sýnist mér enginn gera það. Það er samt í lagi, því ég á haug af appelsínum. Gulrótum líka, ef útí það er farið, en ég ætla ekki að ráðast í framkvæmdir á gulrótaði alveg strax.

-b.

Engin ummæli: