07 janúar 2007

..en samt ekki, þiðvitið

Ég settist inní skúr með honum Halli um daginn og fylgdist með honum strekkja striga uppá blindramma. Ég sat með tölvuna í kjöltunni og reyndi að berja setningar inní hana um leið og ég kannaði vinnubrögðin hjá listamanninum.

Afi hans leit inn og þeir spjölluðu um hinar fögru listir. Ég sat og reyndi að pikka. ,,Og þú ert að skrifa," sagði hann. ,,Já, maður reynir að skrifa þessa ritgerð," sagði ég.

,,Hamast sá að skrifa, sem illa er við alla þá sem lifa."

Sagði hann. Mér fannst þetta frábært, og ég skrifaði það undireins í nótpad. Skriftir gera mannhatara úr oss öllum. Og ef þið viljið segja að það séu ekki allir, það sé bara ég, þá er mér alveg sama því ég hata ykkur öll.

-b.

Engin ummæli: