11 janúar 2007

Skeiðar lífsins o.s.frv.

Sorkinismar:
  • ,,Not for nothing.."
  • ,,No earthly reason.."
  • ,,Obfuscate."
  • ,,Okay."
  • ,,That's not the point."


Ég horfði á Zizek! áðan. Hún var helvíti skemmtileg. Karlinn er snar, en þó skýr. Ég ætla að kíkja á hana aftur á morgun, kannske hinn.

Kláraði Foucault's Pendulum-hlutann í ritgerðinni. Blaðsíðutalið er farið að nálgast ,,gott stöff" þannig að ég get látið mér nægja að taka fyrir höfundinn í The New York Trilogy. Það fer pínulítið í mig að allur þessi lestur fari í ritgerð sem er ekki meiri en þetta. En svona er það.

Mér finnst gaman að læra, en ég nenni ekki ritgerðum. Hver skrifar tuttugu síðna ritgerðir nú til dags?

Og talandi um skrif, ég ritskrifaði (eða skrifritaði) annan kafla í Áræði í fyrradag. Rúmlega einu og hálfu ári eftir að ég rumpaði þeim fyrsta af. Kaflinn heitir ,,(að ríða)" og mér fannst það fyndið þá og næstum því jafn fyndið núna.

[Áræði er verkefni í vinnslu þarsem gaur eftir gaur hefur tekið í gegn kafla í bókinni Á bláþræði, strikað yfir óþarfa skrif og skilið eftir gljáfægðan ofurprósa. Fyrri kaflinn minn heitir ,,Um víkingana". Bókin er sirka hálfnuð.]

Svei mér þá, húsið er að vakna. Kannske best maður fari að halla sér. Ég þarf að skrifa fimm síður á morgun og helst að prenta helvítið út. Svo borga ég póstinum átta milljón krónur fyrir að flýta sér með umslagið yfir pollinn og inn til enskuráðunautsins í KU. Vonandi.

Ég vil ekki fljúga ég vil ekki fljúga. Ég hata flug. En það er samt eitthvað þarna sem mér finnst ég vera að snúa aftur til. Sem er skemmtileg tilfinning.

-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef þú villt meiri Zizek á ég aðra mynd með honum sem þér er velkomið að hlaða niður. Þar fjallar hann um kvikmyndir. Þetta er eiginlega besta kvikmyndafræði sem ég hef "lesið" því kvótin eru alvöru. Auk þess kemur karluglan sér fyrir á setti þeirrar myndar sem hann ræðir í það og það skiptið. Man ekki hvað hún heitir en það er eitthvað með phornography í tiltinum.
Ég fékk þessa mynd sem jólakort núna fyrir jólin. Hef ekki fengið betra jólakort! Takk Steinar!

-ingi

Björninn sagði...

Ahh já frábært! Cinema for Perverts,eitthvað svoleiðis? Ég var einmitt að hugsa um að mig langaði að sjá hana í kjölfar þessarar. Ég þarf pottþétt að snapa hana hjá þér áður en ég fer.

Nafnlaus sagði...

Já einmitt, það var pervert í titlinum en ekki pornó! Fáðana endilega, ég fæ hina kannski á móti.
-Ingi

Nafnlaus sagði...

The Perverts Guide to Cinema heitir hún.
-ingi