Smá breyting á plássinu. Þetta er enn eitt skref í sívaxandi hrifningu minni á auðu svæði, hvítu síðunni. Bráðum verður ekkert annað sjáanlegt, þetta verður tóm auðn, vanmáttugt andvarp inná milli frammíkalla internetsins í heild.
C.S.A. er nokkuð skemmtileg, en alls ekki nógu vel unnin. Til að mynda er hugmyndin með auglýsingunum inná milli nokkuð góð, en hrikaleg framleiðslugildi gera það að verkum að auglýsingarnar sjálfar eru engan vegin trúverðugar. Ekki vegna þess að vörurnar eru útí hött - sem er meiningin - heldur myndu tóbaks-, sjónvarps- og tryggingafyrirtæki aldrei senda frá sér auglýsingar sem líta út einsog Jói frændi með kameruna hefði hent þeim saman einn laugardaginn. Þær virka einsog sketsar, og ganga einfaldlega ekki upp jafnhliða plat-heimildamynd einsog þessari, sem reynir einsog hún getur að líta út einsog ekta.
Og burtséð frá öllum vangaveltum um hvort þetta hefði í alvörunni farið svona, hefði suðrið unnið stríðið, þá fannst mér þeir aldrei ganga alveg nógu langt. Fauntroy fjölskyldan er kynnt til sögunnar sem ,,aristókratar Ameríku", og manni sýnist augljóst að þar sé komin stæling á Kennedy fjölskyldunni: Hefði þrælahald verið löglegt í Bandaríkjunum framí tuttugustu öld, þá hefðu þau nýtt sér það einsog hvað annað. En stuttu seinna kemur JFK fram sem forsetaframbjóðandi, og vill gefa þrælum frelsi. Hvar hafði Kennedy-fjölskyldan verið framað því? Það er einsog það sé lagt upp með að sparka í helgar kýr, en síðan bakkað þegar kemur að þessum allra heilugustu.
Hún hefði getað verið miklu betri held ég, þessi mynd.
Kom mér samt á óvart að sjá hverjar af auglýstu vörunum voru ekta. Coon Chicken vissi ég um, af því að hafa horft á Ghost World, en Niggerhair tóbak? Það er rosa.
Tékkaði líka á Babel. Ekkert sérstakt þar á seyði. Hann gerði þetta betur bæði í Amores Perros og 21 Grams.
Þetta er samt í annað skiptið á stuttum tíma sem ég sé kvikmynd þarsem mexíkósk fiesta endar með ósköpum á bakaleiðinni yfir landamærin, en sú fyrri var Harsh Times. Hún er allsvakaleg. Ég hef alltaf haft gaman af Bale hingaðtil, en þarna kom hann mér nokkuð á óvart. Mikill Training Day fílíngur, en öllu meira brútal. Hún er að koma á dvd í þessum mánuði minnir mig, tékkið á þessum gaur.
-b.
3 ummæli:
Djöfullann á þetta að þýða? Ertu að púkka eitthvað undir örvhenta með þessu? Liturinn og lúkkið er flínt, en þessi vinstristefna er að fokka allasvakalega í mér!
-ingi
Það var enginn Brad Pitt í Amorres
Mér fannst tími kominn til að svissa á þessu. Ég hugsaði: afhverju ekki Björn?
Pitt var heldur ekki að gera neinar rósir í Babel. Hann velur sín hlutverk af kostgæfni, en þarna gerði hann óttalega lítið úr litlu.
Skrifa ummæli