,,... Tvennt er brýnast hvernig sem því er varið. Komast að því hvernig á að fara að því að komast inn í bókasafnið að nóttu, og útvega sér lampa. Þú skalt sjá um lampann. Ráfaðu inn í eldhúsið á matartíma, taktu einn.."
,,Stela honum?"
,,Fá hann að láni svo Guðs dýrð megi af vaxa."
Tíhí.
Ég hef heyrt því fleygt að Eco hafi skrifað fyrstu hundrað blaðsíðurnar eða svo með það fyrir augunum að hrekja burt lélega lesendur. Að þær séu óþarflega tyrfnar, fullar af smáatriðum og forsögu, og að það sé viljandi gert af hans hálfu. (Stutt gúglun leiddi í ljós að aðrir kannast við þessa mýtu, en enginn gefur upp frumheimild, svo þið hafið þetta bara frá mér.) En mér hefur ekki fundist þetta svo slæmt. Kannske er íslenska þýðingin skýrari en frumtextinn.. þósvo manni hefði ekki dottið það í hug vitandi að Thor Vilhjálmsson þýddi gaurinn.
Mér finnst reyndar dulítið merkilegt að það skuli ekki koma fram á kápunni. Það er ekki fyrren á titilsíðunni að nafn hans er tekið fram. Og þarsem þessar kiljur eru vanalegast pakkaðar í plast hefur kaupandinn ekki hugmynd fyrren hann hefur þegar keypt bókina (og sest inní flugvél, ef hann verslar á flugvellinum einsog ég.. en ég vissi þetta náttúrulega, einsog allt annað).
-b.
5 ummæli:
"...einsog allt annað"
Djöfull eru menn kokkí!
-Ingi
Ég er hógværasti maður sem þú átt nokkurntíman eftir að hitta, fyrr og síðar, allstaðar.
Hahaha!
En heyrðu annars, hefur þú lesið bók sem heitir ýmist Reflections on the Name of the rose eða Postscript to The name of the rose?
Eco sjálfur skrifar þetta rit, og hver veit nema hann minnist á að hlaða upp torfi fyrstu hundrað síðurnar til að fæla frá vonda lesendur.
Annars gæti ég spurt Steinar, því hann er að þýða nefnt rit.
-Ingi
Kúl. Ég kannast ekki við hana, en ef þú fréttir að það sé eitthvað varið í hana þá skaltu endilega láta vita.. þá væri gaman að líta í hana þegar ég klára aktúalinn.
Eina heimild mín um þetta rit er Steinar Örn, og samkvæmt honum er bókin stórskemmtileg. Karlinn lýsir m.a. tilurðarsögu verksins, sem er víst ansi löng. Hann fjallar líka um þá hugmyndafræði sem hann er að vinna með í verkinu og sjálfsagt er eitthvað fleira skemmtilegt þanra, e.t.v. eitthvað um fyrstu 100 síðurnar.
-Ingi
Skrifa ummæli