26 janúar 2007

Betra seint en hvenær?

Í gær fékk ég skilaboð þess efnis að frakkinn minn væri fundinn. Ég renndi niðrá Sólbjarg í dag og sótti gaurinn. Narfi hafði verið að tala við fólk uppá bar núna nýlega og minnst á að ég hefði týnt frakkanum mínum þar. Þá man einhver eftir því að hafa séð svartan frakka uppá hillu eihverstaðar bakvið, og þar var flíkin.

Ég fór þarna upp í haust og leitaði, en fann ekkert. Frakkinn var jólagjöf frá henni mömmu, og ég minntist ekki einusinni á þetta við hana þegar ég kom heim, að ég hefði gloprað honum frá mér á fylleríi. Núna get ég sleppt því alveg.

Takk Narfi, þú ert höfðingi.

Svo kom ég heim og drakk afgangsjólaglögg með Tommy.

Metróinn er í tómu veseni, og fólk bíður á gangstéttinni eftir metróbússen. Ég sagði foj við því og hentist niðrá gömlu teinana þarsem resjónaltógið var að leggja af stað uppeftir. Tók sömu leið tilbaka og alltíeinu var það í lagi að eiga heima í Örestað. Því ef maður getur ekki klárað snattið á innan við klukkutíma kostar það tvöfalt meira. Og ég er aurasál.

Á morgun kemur Ýmir heim. Mig grunar að það verði bjór í spilinu fyrr eða síðar.

Og Hallur flaug heim til Íslands í dag. Velkominn þangað aftur maður.

-b.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott þú fékkst frakkan í hendur!
Djöfull er ég annars svag fyrir öllu metró-tali! Meira af því takk, það færi mig til að vilja flýa skerið (af hvaða undarlegu ástæðum sem það nú er).
-ingi

Björninn sagði...

Já það er sannlega undarleg ástæða. En hei, ef skórinn passar..

Nafnlaus sagði...

Gleður mig að þú hafir fundið frakkann maður. Glad og fornojelsesværselgodthab.

-hkh