,,Þessi saga bygir miklu frekar á staðreyndum en Da Vinci lykillinn. Ég las Da Vinci lykilinn á sínum tíma og fannst hún svona la-la. Ég komst svo að því eftir á að þær kieningar sem Dan Brown reifar í bókinni eru að miklu leyti kjaftæði. Dan Brown kann vel við sig á skilunum a´milli staðreynda og s´kaldskapar og nýtur þess að bulla í fólk og láta það halda að hann sé að segja satt. Maður þurfti svo ekki nema að fletta hlutunum upp á Wikipedia á Netinu til að átta sig á að Brown var að hafa mann að fífli."
Óttar viðurkennir þó fúslega að Dan Brown hafi haft mikil áhrif á Hníf Abrahams og hann sé í ákveðinni þakkarskuld vil hann. ,,Ég hef alltaf elskað Indiana Jones en hafði ekki gert mér grein fyrir því að hægt væri að gera þessa hluti í bókum. Þetta er nú það helst asem Brown hefur gert fyrir mig. Hann opnaði augu mín fyrir því að hægt væri að flétta sagnfræði og annan skyldan fróðleik við spennusögu. Að þessu leyti er ég undir áhrifum frá honum og í raun hlýtur að mega rekja allar sagnfræðilegar spennusögur síðustu þriggja til fjögurra ára á einhvern hátt til Browns."
...
Deilur kristinna og múslima hafa verið Óttari hugleiknar og hann glímir við þessi átök hugmyndaheima í Hníf Abrahams. ,,Eftir að ég var búinn að bíta í mig að skrifa um deilur íslams og kristni út frá Abraham fór ég að pæla í sögunni sjálfri og áttaði mig strax á að ekkert vit væri í að láta hana gerast í Reykjavík eða á Íslandi. Það er erfitt að láta okkur passa inn í þetta og New York kom strax sterklega til greina meðal annars vegna 11. september. Ég er samt emð íslenska personu þannig að það er smá Íslandstenging í bókinni. Sagan er alþjóðleg og ég hefði skrifað hana á ensku ef ég væri nógu góður í ensku. Ég held hún verði trúverðugri á ensku og ég ætla að reyna að koma henni yfir á útlensku. Sumt í henni hljómar beinlínis kjánalega á íslensku.
13 nóvember 2007
Þú segir það já
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli