Þetta er einsog það á að vera, eða einsog það hefur bitið í sig að vera, að ég sofna ekki fyrren rúmlega þrjú, vakna rétt fyrir átta og verð svo syfjaður einhverntíman á milli tvö og þrjú, nenni engu og vill helst leggjast undir sæng af algleymi og sykurpúðum. Ég er semsagt. Sybbinn. Geispandi. Ekki á fótum að gera hlut.
Einhverntíman fæ ég tíma til að lesa allar bækurnar.
Á rauða sófanum hérna í miðrýminu situr gaur og les Jón Ásgeir og afmælisveisluna.
Ég er búinn að vinna í dag, en hér er mynd. Norman Mailer bauð sig fram til borgarstjóra New York borgar árið '69. Hann hengdi þessi plaggöt uppá veggi þar á bæ:
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli