31 desember 2007

Síðasti dagur ársins

og alls alls alls ekki besta nóttin til að liggja andvaka. Ég svaf frá hálftólf til hálffjögur og glaðvaknaði svo við eitthvað. Kannske það að ég hafði gleymt að loka glugganum fyrir ofan rúmið? Ég gat í það minnsta ekki sofnað aftur.

Þannig að núna, þegar ég er mættur í vinnuna, fer ég að verða syfjaður. Og ég vinn til hálfþrjú og þarf að fara að koma mér austur því það er áramótakvöldverður í kvöld. En ég skil einhvernvegin ekki að ég endist lengi framyfir miðnætti.

Það er enginn mættur ennþá. Ég var kominn klukkan hálfníu, einsog á venjulegum mánudegi. En allt hitt liðið virðist ekki ætla að mæta fyrren rétt fyrir tíu, kannske var það málið. Ég finn samt fyrir því að það er gott að mæta í vinnuna, ég kvíði því ekki að hitta fólkið sem ég hitti, eða að gera það sem liggur fyrir.

En mér er bæði kalt og heitt og ég var hóstandi í nótt. Ætli ég byrji árið á kvefi?

-b.

Engin ummæli: