02 desember 2007

Guinness hækur

Ég hef óbilandi trú á Treo. Tvær töflur í vatnsglas breyta þynnkudegi í þægilegheit.

Ég hitti frænda minn á barnum í gær. Það gerist ekki oft.

En í fyrradag drukkum við Guinness og skrifuðum hækur um það. Nú skrái ég þær niður, svo höfuðstaður okkar það kvöldið hverfi aldrei:

Guinnessinn er tær
einsog blýfjall á svörtum
illviðrisdegi.

Froðuleifarnar
í höfði glassins míns og
blekið í tánum.

Stelpur með brjóst og
allskonar fá mig til að
gera allskonar.

Guinnessinn, ó já
ofinn úr gleði og þrá
ég sit einn á krá.

Gefðu mínum draft
úr geirvötrum guðanna
núna fanturinn.

Magni hættessu
melurinn þinn ég ætlað
drekkennan Guinness
sóló, þúveist einsog þú
slærð á tambúrínuna.

Mmm Mmm Mmm Mmm Mmm
Nammi nammi nammi namm
Brún leðja, svo góð.

Tígurinn sýgur
sálu úr gaurnum
á bar einum í miðbæ.

Olía lífsins
gefur mér ástæðu til að
ég drep ég er full.

Bjórinn er dauður
situr flatur og tómur
Guinnessinn drap hann.

Næsta Guinness krús
er vagina dentata:
beitt en bjóðandi.

...

Ég skrifaði hana ekki en ,,ég sit einn á krá" er besta ljóðlína síðan einhverntíman.

-b.

Engin ummæli: