Hérna eru tvö lokaatriði úr sjónvarpsþáttum. Fyrst er önnur serían úr West Wing:
Þetta er geðveik sena, en þú fattar hana ekkert án þess að hafa séð þáttinn allt þar á undan, og helst alla þáttaröðina. Ég set hana hérna samt helst vegna þess að ég heyrði þetta lag, ,,Brothers in Arms" m. Dire Straits, heima hjá Stebba fyrr í kvöld.
Ég hef sett einhverja klippu úr West Wing hérna áður, en ég er sannfærður um að þetta er eitthvað sem færir standardinn fyrir sjónvarpsefni skör hærra. Ég lánaði Danna West Wing safnið mitt í gær og ég vona bara að hann meiki það í gegnum fyrstu þættina til að húkkast. Það er góð tilfinning.
Annað lag sem hljómar einsog höggvið útúr sama klettinum er ,,Don't Stop Believing", sem var notað í loka-lokasenuna í Sopranos: (skemmiskemm skemm fyrir þá sem hafa ekki séð lokaþáttinn:)
Hérna er lestur fyrir þá sem vilja spá í þessu frekar. Það er hellingur til að spá í þarna, en helst fannst mér hvernig fókusinn helst á syninum jafnvel þótt gaurinn sé alltaf í rammanum. Mjög vel gert. Og að hafa hreðjarar í að skrifa og taka upp og senda út svona endi á þætti sem hefur gengið í fleiri ár, það er í einu orði geðveikt. Þetta getur ekki hver sem er.
Og það er sannarlega ekki tilviljun að lagið sem hljómar undir er af plötunni Any Way You Want It.
Fjandinn. Tveir þættir sem eru búnir og farnir, Sopranos enduðu eins og best var á kosið og West Wing sló sig út með Massive Attack lagi.. en ég sé það ekki á youtube einsog er.
(Ég pantaði mér X-Files sett í dag. Hm. Ó já gæskan.)
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli