Afsakið skriftina, ég er aðframkominn af ráðaleysi. Nú sitjum við Hallur heima hjá honum og ráðum ráðum okkar, en ráðin eru fá og höfuðin lítil, við berjum þeim í steininn en það rennur ekkert út nema blóð. Hvar eigum við að vera? Hvar er sá staður þarsem menn geta hitt aðra menn? Bölvuð krúsin er lokuð, allstaðar eru fjölskyldur og vesen.
Ýmir ætlar að kíkja hingað en þaðan er leiðin óskýr. Meiri bjór, eflaust.
Drall, drall, ball i aften, sögðu þær. Við ætlum í Hvíta húsið að sjá SSSól, eða í Hvíta húsið að sjá barþjón og þjónhnepptar gæskur, drekka lager, segja hæ við fólk sem þekkir mann.
Hallur spilar á gítar, mikið er hann snjall. Ég kann að spila N, ekki kalla þeir mig sNilling.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli