Hæ. Ég kom hingað til að segja tvennt, en ég gleymdi öðru. Hitt er þetta.
Ég þurfti að kaupa bolla af pillum í sumar, þegar ég var nýkominn til landsins. Ég rakti þetta örugglega alltsaman þá.. en málið er að vegna þessa átti ég inni peninga hjá Tryggingastofnun. Einhverja þúsundkalla. Ég fór með pappírana uppá skrifstofu til þeirra undir lok júnímánaðar, í veikri von um að fá einhverja aura til að eyða áður en mánaðarmótin skyllu á.
Ég minnist bara á þetta núna aftur vegna þess að þeir voru að leggja inná mig í dag.
Það gerir rúmlega fimm mánaða bið.
Ég hef ekkert meira um það að segja að svö stöddu.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli