Gleðilegt nýtt ár til mín og ykkar.
Þarsem ég er með hálsbólgu og líklega smá hita þá ætla ég að sleppa árlegu áramótafylleríi í kvöld. Ég er eiginlega hálffeginn.
Þess í stað ætla ég að sitja í sófastólnum mínum, drekka tebolla og horfa á góða bíómynd. Og ég hugsa til félaga minna sem klifra uppí galeiðuna og ýta úr vör, bumbuslátturinn stigmagnast þarsem þeir líða áfram útí þokuna. Hífa!
Og ég er Spartakus.
2008 gerir 28 gerir 10 gerir 1, úr 9 í 1 sendir okkur yfir smellinn í skífunni og við byrjum uppá nýtt, frekar núna en áður. Alveg Satt. Ný melódía í hreinni rás, tökum sprettinn oní Janúar, bráðum kemur blessað vorið, er ég að tala einsog Eiríkur Guðmundsson?
Gleðilegt alltsaman, allir vinir.
-b.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli