07 desember 2007

Föstudagur í desember

Það vekur mér ugg hversu oft ég lít á klukkuna og hún sýnir 13:37.

Ég skilaði inn megninu af yfirlitsgreininni og hún gekk vel í þá sem öllu ráða. Mér var mjög létt. Þegar þessi vinna er búin, klukkan hálfátta, hjóla ég niðrá stöð og vinn þar til tólf. En ég ætla að reyna að lesa þar og skrifa, ef ég get, þarsem þetta er þjálfun á nýjum starfsmanni, ekki komplet vakt.

Davíð stakk uppá því að við færum í bústað um helgina, en þá var ég þegar búinn að lofa mig í fyrrgreinda vinnu, og Víðir verður í einhverju húllumhæi á laugardaginn. Sem er leitt því ég var eiginlega farinn að hlakka til að komast burt. Kannske ég kíki austur í staðinn. Setjist á krús og fái mér krús, eða skrifi nokkur orð. Mikið verður gott að klára þessa grein alveg alveg.

Og afhverju er ég hættur að fara í jólafrí? Liði okkur ekki öllum betur ef við værum í fríi frá byrjun desember til byrjun janúar?

Hei já. Ég rakst á Dermaphoria hérna um daginn, hún var barasta uppí hillu. Verð að lesa hana við tækifæri.

-b.

5 ummæli:

Sævar sagði...

Þú ert 1337 h4x0R maður, það er málið!
En ég á við sama vandamál að stríða, klukkan er mjög oft 22:38 þegar ég lít á hana...

Björninn sagði...

Já ég er einvala maður, glimrandi persónuleiki.. Einherji eða berjaserkur.

Hvað gerir 2238 fyrir þig annars?

Nafnlaus sagði...

Ég sá Evan Almighty ... ertu búinn að skoða kafla 13 vers 37 í Opinberunarbókinni? ... kannski áttu að byggja eitthvað? :)

Björninn sagði...

Hmm..

,,Síðara dýrið gerir tákn mikil svo að það lætur jafnvel eld falla af himni ofan á jörðina fyrir augum mannanna."

Dýrið? Einsog í.. Björninn? Æ. Nú verð ég að fara að læra tákn og eitthvað vesen.

(Afhverju segir það JAFNVEL eld? Er ýmislegt annað með í spilinu? Froskar og svona? Ennþá meira vesen.)

Björninn sagði...

Nei heyrðu það er 13. kafli 13. vers. Doj.