25 maí 2007

Tjah

My candidate for the worst movie-star director of all time has to be Clint Eastwood. Because he's still a big star and he stays on budget, Hollywood continues to indulge his directorial fantasies, yet in nearly 40 years of half-assed attempts at directing he has never developed a style of his own. Every directorial chop Eastwood displays was stolen from Don Siegel or Sergio Leone - real filmmakers who taught him what little he knows. Clint's only original theme, present from Play Misty for Me all the way to Million Dollar Baby, is that of a paternalistic white male who exercises the power of life or death over a woman: invariably, he chooses to kill her.

Skemmtileg pæling samt: Að stúdíóin gefi leikurum tækifæri til að leikstýra bara svo þeir haldi kjafti og læri að haga sér. Gaurinn gefur engin góð dæmi um leikara sem hefur leikstýrt kvikmynd svo sómi sé að, a.m.k. ekki mynd númer eitt. Minnist reyndar á Nil By Mouth en virðist lítt hrifinn af henni. Mér fannst hún nokkuð sólid.

Liev Schreiber gerði Everything is Illuminated. Hún er fín. Ég er að reyna að finna önnur dæmi en mér dettur ekkert í hug. Hugmyndir?

-b.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hefur Billy Bob Thornton ekki gert eitthvað fínerí? Og Kevin Costner gerði nú Waterworld. Það er reyndar hræðileg mynd en með dásamlegum ruglsenum. Sem minnir mig á Mel Gibson. Apocalypto er meðal þess besta sem ég sá á síðasta ári hati mig hver sem vill. Clooney hefur líka leikstýrt.

Nafnlaus sagði...

Æææ ég gleymdi að kvitta----HKH

Björninn sagði...

Ég hef bara aldrei séð Sling Blade hans Thorntons. Svei á mig? Costner leikstýrði Dances With Wolves sem mig minnir að hafi verið fín. Og Clooney gerði Confessions of a Dangerous Mind, sem er þrælfín. Ég hef ekki séð Apocalypto, en þarsem pælingin gengur útá fyrstu stykki leikara-leikstjóra þá dettur hann á hausinn: The Man Without a Face er ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Góðar ábendingar samt. Afhverju mundi ég engan af þessum gaurum?

Costner og Waterworld virðist reyndar vera saga sem passar inní skemað: Hann byrjaði ekki að leikstýra myndinni fyrren hann var búinn að reka upphaflega leikstjórann í burtu.

Og eitt sem ég gleymdi að minnast á, gaurinn sem skrifar þetta er Alex Cox, sá sem leikstýrði Repo Man. Muniði eftir henni? Besta notkun á frasanum ,,fuck that" nokkurntíman.

Nafnlaus sagði...

Steve Buschemi gerði "eitthvað þunglynt í miðvesturríkjunum..." gerði hann ekki einhverja fangelsismynd? Þetta er ábending frá Gunnari bróður. Og gaurinn úr scrubs gerði garden state, segir hann jafnframt. AnnAan! "Hitchcock kom alltaf fyrir í myndunum sínum..." jaðar, Gunnar! En var Orson Wells ekki leikari?
hkh