27 maí 2007

Kjúklingur klukkan 04:06

Ég kaupi kjúkling útí búð á tvöhundruð og fimmtíu krónur íslenskar og ég elda hann í ofni. Það er æði. Á ég að segja ykkur hvernig ég elda hann? Ég krydda hann og set hann svo inní ofn og bíð í klukkutíma eða svo. Og ég sýð hrísgrjón til að hafa með.

Sjötta þáttaröð af DS9 endaði helvíti vel. Sú sjöunda byrjar hræææðilega illa. Það er allt gert vitlaust.

Lost endaði einsog þáttaraðir eiga að enda. Tveir snilldarþættir í röð og bláendirinn kom á óvart en meikaði algerlega sens. Og nú er bara að bíða.

Ég er á blaðsíðu 18 í Ritgerð. Síðurnar þrjár sem ég reiknaði með í Eco fóru uppí sex, en það eru góðar síður. Ég er ánægður með þær. Þarf bara að henda inn einhverju úr Flaubert's Parrot og punkta mig síðan út í niðurlagi. Pís of keik. Sjö níu þrettán.

Lína úr bókinni:
How submerged does a reference have to be before it drowns?

Hér er önnur:
But here is the difference. With a lover, a wife, when you find the worst – be it infidelity or lack of love, madness or the suicidal spark – you are almost relieved. Life is as I thought it was; shall we now celebrate this disappointment? With a writer you love, the instinct is to defend.

Meikar kannske ekki alltof mikið sens eitt og sér, en hei. Lesið bókina.

-b.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

04:06 að nóttu?

-Ingi

Björninn sagði...

Já, að nóttu.

Eða sko ég var að skrifa um kjúkling klukkan fjögur að nóttu. Tímastimpillinn á færslunum er eftir íslenskum tíma, ég hef aldrei nennt að breyta því.